Ríkisendurskoðun hirtir ráðherra 22. júní 2005 00:01 Í skýrslu sem Ríkisendurskoðun birti í gær um framkvæmd fjárlaga segir að forstöðumenn og ráðuneyti bregðist of seint við þegar ljóst sé að rekstur stofnana kosti meira en sem nemur fjárveitingum. Alvarlegir misbrestir eru á framkvæmd fjárlaga að mati Ríkisendurskoðunar og kemur það meðal annars fram í því að um 120 ríkisfyrirtæki og stofnanir af 520 fara meira en fjögur prósent fram úr heimildum, en við þau mörk skal grípa til sérstakra aðgerða samkvæmt reglugerð sem í gildi er. Ríkisendurskoðun leggur áherslu á að ráðuneyti og forstöðumenn grípi til aðgerða strax og ljóst sé að í óefni stefni og að mati stofnunarinnar kemur til greina að stöðva greiðslur til stofnana þar til gripið hafi verið til viðeigandi ráðstafana. Fram kemur í skýrslunni að stundum hafi forstöðumenn ríkisstofnana lagt til sparnaðaraðgerðir en ráðuneytin þá beðið þá um að staldra aðeins við. Þetta eigi sérstaklega við þegar um sé að ræða skerðingu á þjónustu sem geti verið erfitt að réttlæta í pólitískum skilningi. Af þessum sökum telji forstöðumenn sig því vera í góðri trú um að viðkomandi ráðuneyti sjái til þess að viðbótarfjárheimild fáist. Gangi það ekki eftir geti stofnunin á endanum setið uppi með óviðráðanlegan halla. "Veikleikar í fjármálastjórninni hafa leitt til þess að úgjaldaþróun fjölmargra fjárlagaliða er með þeim hætti að ekki verður við unað lengur," segir í skýrslunni. Vakin er athygli á að fjárlaganefnd hafi við afgreiðslu fjárlaga óskað eftir að ráðuneytin upplýstu um stöðu mála. "Nánast undatekningalaust hafa ráðuneytin ekki getað orðið við þessari beiðni," segir orðrétt í skýrslu Ríkisendurskoðunar. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Pallborðið: Síðasta einvígið Innlent Kom ekki á teppið Innlent Fleiri fréttir Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Pallborðið: Síðasta einvígið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ Sjá meira
Í skýrslu sem Ríkisendurskoðun birti í gær um framkvæmd fjárlaga segir að forstöðumenn og ráðuneyti bregðist of seint við þegar ljóst sé að rekstur stofnana kosti meira en sem nemur fjárveitingum. Alvarlegir misbrestir eru á framkvæmd fjárlaga að mati Ríkisendurskoðunar og kemur það meðal annars fram í því að um 120 ríkisfyrirtæki og stofnanir af 520 fara meira en fjögur prósent fram úr heimildum, en við þau mörk skal grípa til sérstakra aðgerða samkvæmt reglugerð sem í gildi er. Ríkisendurskoðun leggur áherslu á að ráðuneyti og forstöðumenn grípi til aðgerða strax og ljóst sé að í óefni stefni og að mati stofnunarinnar kemur til greina að stöðva greiðslur til stofnana þar til gripið hafi verið til viðeigandi ráðstafana. Fram kemur í skýrslunni að stundum hafi forstöðumenn ríkisstofnana lagt til sparnaðaraðgerðir en ráðuneytin þá beðið þá um að staldra aðeins við. Þetta eigi sérstaklega við þegar um sé að ræða skerðingu á þjónustu sem geti verið erfitt að réttlæta í pólitískum skilningi. Af þessum sökum telji forstöðumenn sig því vera í góðri trú um að viðkomandi ráðuneyti sjái til þess að viðbótarfjárheimild fáist. Gangi það ekki eftir geti stofnunin á endanum setið uppi með óviðráðanlegan halla. "Veikleikar í fjármálastjórninni hafa leitt til þess að úgjaldaþróun fjölmargra fjárlagaliða er með þeim hætti að ekki verður við unað lengur," segir í skýrslunni. Vakin er athygli á að fjárlaganefnd hafi við afgreiðslu fjárlaga óskað eftir að ráðuneytin upplýstu um stöðu mála. "Nánast undatekningalaust hafa ráðuneytin ekki getað orðið við þessari beiðni," segir orðrétt í skýrslu Ríkisendurskoðunar.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Pallborðið: Síðasta einvígið Innlent Kom ekki á teppið Innlent Fleiri fréttir Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Pallborðið: Síðasta einvígið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ Sjá meira