Innlent

Standa við auglýsingar sínar

Byggingavörufyrirtækið Byko hefur lagt fram kvörtun til Samkeppnisstofnunnar vegna auglýsinga Múrbúðarinnar sem birst hafa í fjölmiðlum að undanförnu. Í þeim kemur fram verðsamanburður á vörum hjá Múrbúðinni annars vegar og þremur samkeppnisaðilum hins vegar og er samkeppninni verulega í óhag. Byko gerir athugasemdir við að verð fjögurra vörutegunda sem þar eru saman borin séu röng og vill láta banna auglýsinguna. Hefur Rafni Alfreðssyni, einum eiganda Múrbúðarinnar, þegar borist bréf frá Samkeppnisstofnun þar sem farið er fram á að hún verði ekki birt meðan málið er rannsakað. Rafn segist standa við allt sem fram kemur í auglýsingunni og er hvergi banginn. "Það er ekkert rangt í þeim eins og Byko heldur fram og Samkeppnisstofnun mun eflaust komast að því líka þegar þar að kemur. Ég hefði fremur átt von á að þeir svöruðu samkeppninni með lækkun vöruverðs en að agnúast út í auglýsinguna og leita til ríkisstofnunar til að fá hana stöðvaða."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×