Innlent

Hugsanleg tollalækkun

"Inni í þessum stuðningi er tekinn allur stuðningur til bænda, bæði beingreiðslur og markaðsstuðningur sem er í formi tollaverndar," segir Ólafur. "Það er tollaverndin sem hleypur þessu aðallega upp," segir hann. Hann segir landbúnaðarskilyrði séu erfið hér á landi í samanburði við önnur lönd vegna legu landsins og því þurfi stuðningur við bændur að vera hár en jafnframt séu styrkirnir eru að hluta byggðatengdur stuðningur. Hann bendir á að verið sé að gera nýjan WTO samning sem hugsanlega verður kláraður í byrjun næsta árs. "Í honum verður samið um umtalsverða lækkun eða afnám tolla á landbúnaðarvörum og einnig lækkun á heildarstuðningi, en beinn stuðningur hefur farið hlutfallslega lækkkandi á Íslandi á undanförnum árum," segir Ólafur. "Líkur eru til þess að tollabindingar, sem eru hámarksheimildir við álagningu tolla, á landbúnaðarvörum gætu lækkað um 50-70 prósent," segir hann.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×