Innlent

Mikil frjósemi á Súðavík

Súðvíkingar telja nýja vatnsveitu í bænum eiga þátt í mikilli frjósemi í hreppnum síðustu ár. Á vef Bæjarins besta er haft eftir Ómari Má Jónssyni, sveitarstjóra Súðvíkinga, að „sumar konurnar séu vart orðnar léttari þegar þær verða óléttar aftur, sem er náttúrlega mjög ánægjulegt og skemmtilegt.“ Alls eru fimm konur í hreppnum barnshafandi núna en íbúarnir eru innan við tvö hundruð. Vatni Súðvíkinga er dælt í djúpar holur og þaðan upp aftur en hvað það er sem á að auka frjósemina er ekki tekið fram.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×