Innlent

Bændur fá 70% tekna frá ríkinu

Íslenskir bændur fá hærra hlutfall tekna sinna frá hinu opinbera en bændur í öðrum löndum OECD. Nærri sjötíu prósent tekna íslenskra bænda koma frá hinu opinbera og aðeins bændur í Sviss og Noregi fá viðlíka hátt hlutfall tekna sinna frá ríkinu. Hlutfallið hér á landi er meira en tvöfalt hærra en meðaltalið í ríkjum OECD sem er rétt um þrjátíu prósent.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×