Innlent

Engin tjöld enn á Kárahnjúkum

Enn virðast engin tjöld mótmælenda farin að rísa á Kárahnjúkasvæðinu. Lögreglan á Egilsstöðum fór í eftirlitsferð um svæðið í morgun og ætlar að vera þar fram eftir degi. Starfsfólk að Kárahnjúkum sem fréttastofa hafði samband við sagðist ekki hafa orðið vart við neina tjaldborg en það gæti þó ekki staðfest að enginn væri mættur þar sem þoka væri á svæðinu og skyggni lítið. Hitinn er í kringum fimm stig svo það er vonandi að mótmælendurnir séu vel búnir fyrir útileguna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×