Innlent

Jarðskjálftahrina við Kleifarvatn

Jarðskjálftahrina hófst rétt vestan við Kleifarvatn á fimmta tímanum í nótt. Sterkasti skjálftinn mældist klukkan korter fyrir átta í morgun og var um 3,4 á Richter samkvæmt sjálfvirkum mælingum en eftir er að reikna styrkinn út nákvæmlega. Skjálftarnir fundust í Hafnarfirði, Reykjavík og víðar. Skjálftar eru algengir á þessum slóðum og telja jarðvísindamenn hrinuna í morgun ekki boða nein stórtíðindi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×