San Antonio 3 - Detroit 3 22. júní 2005 00:01 Flestir voru búnir að afskrifa meistara Detroit Pistons fyrir sjötta leikinn í San Antonio í lokaúrslitum NBA í gærkvöldi, en meistararnir sýndu og sönnuðu með góðum 95-86 útisigri, af hverju þeir unnu deildina í fyrra. Það verður því hreinn úrslitaleikur milli liðanna á fimmtudagskvöldið. Pistons hafa hvað eftir annað verið komnir með bakið upp að vegg í úrslitakeppninni í ár, en þeir lentu m.a. undir í einvíginu við Indiana Pacers og Miami Heat. Það sama var uppi á teningnum í móti San Antonio, Pistons lentu undir 2-0 og 3-2, en virðast alltaf tvíeflast við mótlætið. "Ég hef verið með þetta lið í tvö ár og þeir valda mér aldrei vonbrigðum hvað varðar viljann til að vinna og traust á hver öðrum," sagði Larry Brown, þjálfari Detroit, sem nú stefnir á að hætta á toppnum með liðið á fimmtudagskvöld. Brown varð í nótt þriðji sigursælasti þjálfari NBA sögunnar þegar hann vann sinn 100. leik í úrslitakeppni á ferlinum og skaut þar með engum öðrum en Red Auerbach á bak við sig. Leikurinn í gær var hnífjafn í þremur fyrstu fjórðungunum, en í lokaleikhlutanum voru Pistons einfaldlega skrefinu á undan allan tímann og sýndu fádæma karakter að ná að sigra í húsi þar sem þeir höfðu ekki sigrað síðan það var reist. Þetta verður í fyrsta sinn í rúman áratug sem úrslitaeinvígið í NBA fer alla leið í sjö leiki og því verður væntanlega barist til síðasta blóðdropa. "Við komum alltaf á óvart. Ég veit að allir voru búnir að afskrifa okkur í kvöld og heimamenn voru búnir að kaupa kampavínið - en það verðum við sem skálum á fimmtudagskvöldið," sagði Rasheed Wallace hjá Detroit, sem hefur oft verið sannspár í úrslitakeppninni. "Ég klúðraði vörninni á lokasekúndunum í síðasta leik, svo mér fannst ég þurfa að spýta í lófana í kvöld," sagði Wallace, sem var frábær þegar mest lá við hjá Pistons. DETROITSAN ANTONIOStig9586Skot-skot reynd,%37-79 (.468)31-75 (.413)3ja stiga skot-skot reynd,%8-17 (.471)8-28 (.286)Víti-víti reynd,%13-19 (.684)16-26 (.615)Fráköst (í sókn/heildar)13-4013-43Stoðsendingar1915Tapaðir boltar511Stolnir boltar63Varin skot82Stig úr hraðaupphlaupum106Villur (tækni/ásetnings)21 (1/0)18 (0/0)Mesta forysta í leik93Atkvæðamestir í liði San Antonio:Tim Duncan 21 stig (15 frák), Manu Ginobili 21 stig (10 frák), Tony Parker 15 stig, Brent Barry 11 stig, Robert Horry 8 stig, Bruce Bowen 6 stig, Nazr Mohammed 4 stig (8 frák).Atkvæðamestir hjá Detroit:Richard Hamilton 23 stig, Chauncey Billups 21 stig (6 frák, 6 stoðs), Rasheed Wallace 16 stig, Tayshaun Prince 13 stig (7 frák), Antonio McDyess 10 stig (8 frák), Ben Wallace 8 stig (9 frák). NBA Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Stærsta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Yamal tekur óhræddur við tíunni Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Fótbolti Fleiri fréttir Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Stærsta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Erlangen staðfestir komu Andra Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Gæti fengið átta milljarða króna Yamal tekur óhræddur við tíunni Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Dagskráin í dag: Golf og snóker og snóker og golf Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Bradley Beal til Clippers Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Þúsund hjólareiðakappar þeysa um hálendið um helgina Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Liverpool reynir líka við Ekitike Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Sjá meira
Flestir voru búnir að afskrifa meistara Detroit Pistons fyrir sjötta leikinn í San Antonio í lokaúrslitum NBA í gærkvöldi, en meistararnir sýndu og sönnuðu með góðum 95-86 útisigri, af hverju þeir unnu deildina í fyrra. Það verður því hreinn úrslitaleikur milli liðanna á fimmtudagskvöldið. Pistons hafa hvað eftir annað verið komnir með bakið upp að vegg í úrslitakeppninni í ár, en þeir lentu m.a. undir í einvíginu við Indiana Pacers og Miami Heat. Það sama var uppi á teningnum í móti San Antonio, Pistons lentu undir 2-0 og 3-2, en virðast alltaf tvíeflast við mótlætið. "Ég hef verið með þetta lið í tvö ár og þeir valda mér aldrei vonbrigðum hvað varðar viljann til að vinna og traust á hver öðrum," sagði Larry Brown, þjálfari Detroit, sem nú stefnir á að hætta á toppnum með liðið á fimmtudagskvöld. Brown varð í nótt þriðji sigursælasti þjálfari NBA sögunnar þegar hann vann sinn 100. leik í úrslitakeppni á ferlinum og skaut þar með engum öðrum en Red Auerbach á bak við sig. Leikurinn í gær var hnífjafn í þremur fyrstu fjórðungunum, en í lokaleikhlutanum voru Pistons einfaldlega skrefinu á undan allan tímann og sýndu fádæma karakter að ná að sigra í húsi þar sem þeir höfðu ekki sigrað síðan það var reist. Þetta verður í fyrsta sinn í rúman áratug sem úrslitaeinvígið í NBA fer alla leið í sjö leiki og því verður væntanlega barist til síðasta blóðdropa. "Við komum alltaf á óvart. Ég veit að allir voru búnir að afskrifa okkur í kvöld og heimamenn voru búnir að kaupa kampavínið - en það verðum við sem skálum á fimmtudagskvöldið," sagði Rasheed Wallace hjá Detroit, sem hefur oft verið sannspár í úrslitakeppninni. "Ég klúðraði vörninni á lokasekúndunum í síðasta leik, svo mér fannst ég þurfa að spýta í lófana í kvöld," sagði Wallace, sem var frábær þegar mest lá við hjá Pistons. DETROITSAN ANTONIOStig9586Skot-skot reynd,%37-79 (.468)31-75 (.413)3ja stiga skot-skot reynd,%8-17 (.471)8-28 (.286)Víti-víti reynd,%13-19 (.684)16-26 (.615)Fráköst (í sókn/heildar)13-4013-43Stoðsendingar1915Tapaðir boltar511Stolnir boltar63Varin skot82Stig úr hraðaupphlaupum106Villur (tækni/ásetnings)21 (1/0)18 (0/0)Mesta forysta í leik93Atkvæðamestir í liði San Antonio:Tim Duncan 21 stig (15 frák), Manu Ginobili 21 stig (10 frák), Tony Parker 15 stig, Brent Barry 11 stig, Robert Horry 8 stig, Bruce Bowen 6 stig, Nazr Mohammed 4 stig (8 frák).Atkvæðamestir hjá Detroit:Richard Hamilton 23 stig, Chauncey Billups 21 stig (6 frák, 6 stoðs), Rasheed Wallace 16 stig, Tayshaun Prince 13 stig (7 frák), Antonio McDyess 10 stig (8 frák), Ben Wallace 8 stig (9 frák).
NBA Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Stærsta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Yamal tekur óhræddur við tíunni Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Fótbolti Fleiri fréttir Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Stærsta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Erlangen staðfestir komu Andra Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Gæti fengið átta milljarða króna Yamal tekur óhræddur við tíunni Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Dagskráin í dag: Golf og snóker og snóker og golf Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Bradley Beal til Clippers Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Þúsund hjólareiðakappar þeysa um hálendið um helgina Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Liverpool reynir líka við Ekitike Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Sjá meira