Innlent

Deilt um námsmat

Enn er komið upp ósætti milli Ólínu Þorvarðardóttur, skólameistara Menntaskólans á Ísafirði, og Ingibjargar Ingadóttur, enskukennara við skólann, vegna einkunnagjafa Ingibjargar, en dómssátt náðist milli þeirra um svipað mál í lok apríl. Farið var yfir vorpróf Ingibjargar og henni tilkynnt að þau yrðu send þriðja aðila til yfirferðar. Ingibjörg hyggst nýta sér andmælarétt sinn í málinu og hefur því verið vísað til lögmanns Kennarasambandsins. Hún segir að Ólína hafi ekki rætt við hana áður en skólameistarinn fór yfir próf hennar, og með þessu sé Ólína að brjóta 8. grein í aðalnámskrá framhaldsskólanna um að námsmat sé alfarið í höndum kennara. Ólína segir málið mjög sorglegt en kýs að tjá sig ekki um málefni einstakra starfsmanna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×