Bensín aldrei dýrara 20. júní 2005 00:01 "Mér finnst nóg komið af svo góðu og heimta að stjórnvöld geri það sem í þeirra valdi stendur til að koma til móts við neytendur," segir Sigríður Guðjónsdóttir. Hún er einn þeirra þúsunda bíleigenda sem verða að gera sér að góðu að greiða einhver hæstu verð sem sést hafa fyrir eldsneyti hérlendis og er afar ósátt. Verð á bensíni fór í sögulegt hámark í gær þegar olíufélögin Olís, Skeljungur og Esso hækkuðu verð sín í fjórða sinn í þessum mánuði. Kostar nú lítri af 95 oktana bensíni 109,60 í sjálfsafgreiðslu hjá Esso og Skeljungi en tíu aurum meira hjá Olís. Sé farið fram á fulla þjónustu á þessum stöðvum kostar lítrinn tæpar 115 krónur. Bensínhækkanirnar koma á sama tíma og þúsundir Íslendinga hugsa sér til hreyfings í sumarfríum sínum. Þær hafa í för með sér að fjölskylda sem ferðast hringinn kringum landið í rólegheitum og fyllir tankinn fjórum sinnum á leiðinni með þjónustu greiðir tæpar 28 þúsund krónur fyrir herlegheitin. Sigríður segir að hægt sé að spara sér upphæðir með því að dæla sjálf á bíl sinn en verðið sé engu að síður afar hátt. "Mér finnst þáttur stjórnmálamannanna stór í þessu vegna þess að álögur á eldsneytið fara hækkandi og þeir mættu standa sig betur í að standa vörð um hag borgaranna í landinu." Magnús Ásgeirsson, yfirmaður eldsneytiskaupa hjá Esso, segir að verð á hráolíu hafi áður verið hærra en nú er en man ekki eftir eins háu bensínsverði. "Ég met það svo að frekari hækkanir séu ekki útilokaðar næstu vikurnar en verð geti tekið að lækka á ný þegar líður fram á sumarið. Það skýrist af því að eftirspurn á erlendum mörkuðum er í hámarki þessi misserin bæði í Bandaríkjunum og eins í Evrópu og það hefur áhrif hingað." Fréttir Innlent Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Pallborðið: Síðasta einvígið Innlent Kom ekki á teppið Innlent Fleiri fréttir Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Pallborðið: Síðasta einvígið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ Sjá meira
"Mér finnst nóg komið af svo góðu og heimta að stjórnvöld geri það sem í þeirra valdi stendur til að koma til móts við neytendur," segir Sigríður Guðjónsdóttir. Hún er einn þeirra þúsunda bíleigenda sem verða að gera sér að góðu að greiða einhver hæstu verð sem sést hafa fyrir eldsneyti hérlendis og er afar ósátt. Verð á bensíni fór í sögulegt hámark í gær þegar olíufélögin Olís, Skeljungur og Esso hækkuðu verð sín í fjórða sinn í þessum mánuði. Kostar nú lítri af 95 oktana bensíni 109,60 í sjálfsafgreiðslu hjá Esso og Skeljungi en tíu aurum meira hjá Olís. Sé farið fram á fulla þjónustu á þessum stöðvum kostar lítrinn tæpar 115 krónur. Bensínhækkanirnar koma á sama tíma og þúsundir Íslendinga hugsa sér til hreyfings í sumarfríum sínum. Þær hafa í för með sér að fjölskylda sem ferðast hringinn kringum landið í rólegheitum og fyllir tankinn fjórum sinnum á leiðinni með þjónustu greiðir tæpar 28 þúsund krónur fyrir herlegheitin. Sigríður segir að hægt sé að spara sér upphæðir með því að dæla sjálf á bíl sinn en verðið sé engu að síður afar hátt. "Mér finnst þáttur stjórnmálamannanna stór í þessu vegna þess að álögur á eldsneytið fara hækkandi og þeir mættu standa sig betur í að standa vörð um hag borgaranna í landinu." Magnús Ásgeirsson, yfirmaður eldsneytiskaupa hjá Esso, segir að verð á hráolíu hafi áður verið hærra en nú er en man ekki eftir eins háu bensínsverði. "Ég met það svo að frekari hækkanir séu ekki útilokaðar næstu vikurnar en verð geti tekið að lækka á ný þegar líður fram á sumarið. Það skýrist af því að eftirspurn á erlendum mörkuðum er í hámarki þessi misserin bæði í Bandaríkjunum og eins í Evrópu og það hefur áhrif hingað."
Fréttir Innlent Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Pallborðið: Síðasta einvígið Innlent Kom ekki á teppið Innlent Fleiri fréttir Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Pallborðið: Síðasta einvígið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ Sjá meira