Innlent

Úr öndunarvél eftir hermannaveiki

Sjúklingur með hermannaveiki á Landspítalanum er kominn af gjörgæsludeild og úr öndunarvél. Maðurinn greindist með veikina seinni hluta maímánaðar og hefur verið á gjörgæsludeild síðan, mjög veikur. Hann er á hægum batavegi. Tveir Íslendingar hafa látist úr hermannaveiki hér á landi á þessu ári og fimm greinst með veikina. Síðustu ár hafa að jafnaði tveir til þrír greinst með hermannaveiki sem er í raun svæsin lungnabólga.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×