Innlent

Kortanúmer héðan voru í hættu

Talið er að tölvuþrjótar í Bandaríkjunum hafi komist í kreditkortanúmer í allt að hálft ár áður en lokað var fyrir lekann. Á þriðja hundrað íslensk kortanúmer komust í hendur þjófanna og þurfa eigendur þeirra að fá ný kort. Lekinn var rakinn til CardSystems Solutions í Bandaríkjunum, en fyrirtækið sérhæfir sig í að afgreiðslu greiðslubeiðna fyrir fjármálastofnanir. Alls er talið að um 40 milljónir kortanúmer frá helstu greiðslukortafyrirtækjum hafi staðið þrjótunum til boða. Bergþóra Karen Ketilsdóttir, forstöðumaður upplýsingatæknisviðs Mastercard, segir búið að loka kortum sem talið er að upplýsingar hafi lekið um. "Við vorum búin að uppgötva 16 kort með okkar eigin svikavakt, en síðan fengum við upplýsingar um að þau væru 50 í allt og lokuðum þeim," segir hún. "Fyrir liggur að kort tengd VISA Íslandi eru 179 talsins, en þar af er talsvert af kortum sem búið var að loka," segir Þórður Jónsson, sviðsstjóri hjá VISA Íslandi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×