Innlent

Ungmenni frædd um alnæmi

"Þetta er fræðsla sem sífellt þarf að veita," segir Birna Þórðardóttir, framkvæmdastjóri Alnæmissamtakanna á Íslandi. Fulltrúar samtakanna hittu nú eftir áramótin flesta 9. og 10. bekkinga á landinu og fræddu um alnæmi. Birna segir vonir standa til þess að hægt sé að halda fræðslunni úti annað hvert ár og bætir við að ungmenni séu almennt fáfróð um sjúkdóminn og smitleiðir hans. Erfitt sé þó að mæla árangur af fræðslunni. "Þeir sem ekki smitast mælast ekki," segir hún. "Hins vegar má segja að hvert einasta smit sem tekst að koma í veg fyrir sé góður árangur út af fyrir sig."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×