Innlent

Norrænir ríkisstarfsmenn funda

Árleg ráðstefna Samtaka ríkisstarfsmanna á Norðurlöndum hefst á Akureyri í dag. Á ráðstefnunni verða 50 fulltrúar samtaka ríkisstarfsmanna frá Noregi, Svíþjóð, Danmörku, Finnlandi og Íslandi. Helstu umfjöllunarefni verða annars vegar einkavæðing opinberrar þjónustu en hins vegar ríkið sem fyrirmyndaratvinnurekandi. Þá hefur meðalaldur opinberra starfsmanna farið hækkandi á Norðurlöndum á undanförnum árum og meðal annars þess vegna hefur verið til skoðunar hvað gera megi til að laða ungt fólk til starfa hjá hinu opinbera. Því hefur verið lögð áhersla á að fá fulltrúa yngri kynslóða á ráðstefnuna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×