Innlent

Deiliskipulag kynnt

Deiliskipulag og framkvæmdir í nágrenni Hlemms verður kynnt í dag í strætóskýlinu á Hlemmi klukkan 17.30. Dagur B. Eggertsson, formaður Skipulagsráðs Reykjavíkur mun kynna helstu áherslur deiliskipulagsins og fyrirhugaðra framkvæmda, meðal annars það hvernig skiptistöðin á Hlemmi mun líta út. Auk þess sem rætt verður um deiliskipulag í kring um Hlemm, mun Ásgeir Eiríksson, forstjóri Strætó bs. kynna nýtt leiðarkerfi strætisvagna. Fundurinn er öllum opinn og eru íbúar á svæðinu, sem og aðrir hvattir til að mæta.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×