Innlent

Styttur klæddar í bleikt

Margar styttur borgarinnar skarta nú bleikum klút eða flík af einhverri tegund. Líklegt má telja að aðilar sem vilja bættan hag kvenna í þjóðfélaginu standi fyrir uppátækinu. Dagurinn í dag er líka kvenréttindadagurinn en á þessum degi fyrir 90 árum fengu konur á Íslandi kosningarétt í fyrsta sinn. Af því tilefni stendur nú yfir mikil hátíð á Þingvöllum. Henni verða gerð góð skil í fréttum Stöðvar 2 í kvöld.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×