Þjóðhátíð í skugga umferðarslysa 18. júní 2005 00:01 Þjóðhátíð var haldin í skugga umferðarslysa þetta árið. Tveir unglingspiltar biðu bana í slysi norður í landi á fimmtudagskvöld og félagi þeirra liggur sofandi í öndunarvél á sjúkrahúsi. Þá slasaðist maður alvarlega í bílveltu í Borgarfirði að kvöldi þjóðhátíðardagsins. Lögreglan hefur þurft að stöðva tugi ökumanna víða um land fyrir of hraðan akstur og fyrir að aka undir áhrifum áfengis. Aðalvarðstjóri á lögreglustöðinni í Reykjavík ítrekar fyrir fólki að aka ekki yfir hámarkshraða og mun lögreglan í Reykjavík og nágrenni taka á móti ferðalöngum með hertri gæslu umhverfis höfuðborgarsvæðið í dag. Alvarleg bílvelta varð í Öxnadal aðfaranótt föstudags þar sem tveir ungir menn létust. Tveir aðrir unglingspiltar voru í bílnum og liggur annar þeirra þungt haldinn á gjörgæslu og er haldið sofandi í öndunarvél á Landspítala-háskólasjúkrahúsi Hinn var útskrifaður af Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri í gær. Þá slasaðist maður mikið í bílveltu sem varð á miðnættti á föstudagskvöld við bæinn Varmalæk í Borgarfirði. Hann fór í aðgerð á laugardag og er líðan hans stöðug þar sem hann liggur á gjörgæslu á Landspítala-háskólasjúkrahúsi. Á Akureyri voru tuttugu ökumenn teknir fyrir of hraðan akstur á aðeins sjö klukkustunda tímabili. "Við höfum mikið þurft að sinna umferðarmálum," sagði lögreglukona sem var á vakt á Akureyri. Á Reykjanesbraut voru nokkrir ökumenn teknir fyrir ofsahraða. "Hér hefur verið mikið annríki," sagði lögreglumaður á Keflavíkurflugvelli. "Menn eru ekki að passa sig. Við höfum tekið þrjá fyrir ölvunarakstur og tólf fyrir of hraðan akstur síðan á föstudag," sagði hann um hádegisbil á laugardag. "Þetta er hörmulegt og mér finnst það umhugsunarefni að fólk virðist halda áfram að aka mjög hratt og óvarlega í kjölfar svona slysa. Ég skil ekki hvernig það getur viðgengist þegar menn hafa fengið svona skilaboð sem eru þyngri en tárum tekur að láta sér ekki segjast. Yfirleitt er þetta aðeins ímyndaður tímaskortur og menn eru bara að flýta sér til að flýta sér," segir Óli H. Þórðarson, formaður umferðarráðs. Fréttir Innlent Mest lesið Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Fleiri fréttir Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Sjá meira
Þjóðhátíð var haldin í skugga umferðarslysa þetta árið. Tveir unglingspiltar biðu bana í slysi norður í landi á fimmtudagskvöld og félagi þeirra liggur sofandi í öndunarvél á sjúkrahúsi. Þá slasaðist maður alvarlega í bílveltu í Borgarfirði að kvöldi þjóðhátíðardagsins. Lögreglan hefur þurft að stöðva tugi ökumanna víða um land fyrir of hraðan akstur og fyrir að aka undir áhrifum áfengis. Aðalvarðstjóri á lögreglustöðinni í Reykjavík ítrekar fyrir fólki að aka ekki yfir hámarkshraða og mun lögreglan í Reykjavík og nágrenni taka á móti ferðalöngum með hertri gæslu umhverfis höfuðborgarsvæðið í dag. Alvarleg bílvelta varð í Öxnadal aðfaranótt föstudags þar sem tveir ungir menn létust. Tveir aðrir unglingspiltar voru í bílnum og liggur annar þeirra þungt haldinn á gjörgæslu og er haldið sofandi í öndunarvél á Landspítala-háskólasjúkrahúsi Hinn var útskrifaður af Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri í gær. Þá slasaðist maður mikið í bílveltu sem varð á miðnættti á föstudagskvöld við bæinn Varmalæk í Borgarfirði. Hann fór í aðgerð á laugardag og er líðan hans stöðug þar sem hann liggur á gjörgæslu á Landspítala-háskólasjúkrahúsi. Á Akureyri voru tuttugu ökumenn teknir fyrir of hraðan akstur á aðeins sjö klukkustunda tímabili. "Við höfum mikið þurft að sinna umferðarmálum," sagði lögreglukona sem var á vakt á Akureyri. Á Reykjanesbraut voru nokkrir ökumenn teknir fyrir ofsahraða. "Hér hefur verið mikið annríki," sagði lögreglumaður á Keflavíkurflugvelli. "Menn eru ekki að passa sig. Við höfum tekið þrjá fyrir ölvunarakstur og tólf fyrir of hraðan akstur síðan á föstudag," sagði hann um hádegisbil á laugardag. "Þetta er hörmulegt og mér finnst það umhugsunarefni að fólk virðist halda áfram að aka mjög hratt og óvarlega í kjölfar svona slysa. Ég skil ekki hvernig það getur viðgengist þegar menn hafa fengið svona skilaboð sem eru þyngri en tárum tekur að láta sér ekki segjast. Yfirleitt er þetta aðeins ímyndaður tímaskortur og menn eru bara að flýta sér til að flýta sér," segir Óli H. Þórðarson, formaður umferðarráðs.
Fréttir Innlent Mest lesið Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Fleiri fréttir Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Sjá meira