Innlent

Flaggað í ljósastaur við Kárahnúka

Íslenski fáninn var dreginn upp á ljósastaur utan við skála á Kárahnúkum í tilefni þjóðhátíðar í fyrradag. "Þeir hafa greinilega ekki haft fánastöng á Kárahnúkum," segir Margrét Tómasdóttir skátahöfðingi um þessa óhefðbundnu flöggun. "Það er ætlast til þess að fáninn sé dreginn upp að húni." Samkvæmt fánalögum ber mönnum að draga fánann upp á fánastöng. "Þeir verða sér vonandi úti um hana fyrir næsta fánadag," segir Margrét.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×