Sammála en greinir á um aðferðir 18. júní 2005 00:01 Stjórnarandstaðan er sammála forsætisráðherra um að tímabært sé að stokka upp í stjórnsýslunni. Samfylkingin leggur til fækkun úr þrettán ráðuneytum í níu en Vinstri-grænir telja réttast að hver ríkisstjórn ráði því hvernig starfsfólki og ráðuneytum sé raðað niður hverju sinni. Til stendur að hefja endurskipulagningu stjórnsýslunnar í haust og ljúka því starfi fyrir lok kjörtímabilsins. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra greindi frá þessu í ræðu sinni í gær og Árni Magnússon félagsmálaráðherra sagði málið hafa verið rætt í ríkisstjórn og þar væri samstaða um þörfina á breytingum. Hann leggur sjálfur til að ráðuneytum verði fækkað í sex en ekki er enn ljóst hversu langt verður gengið í þá átt. En er stjórnarandstaðan sammála því að tímabært sé að stokka upp í stjórnsýslunni? Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, segist sammála því, og þó fyrr hefði verið. Hún segir stjórnsýsluna hafa allt of lengi verið í sömu skorðum og endurspegli engan veginn það samfélag sem við búum í í dag. „Lögin um stjórnarráð Íslands eru frá 1969 og það má heita að stjórnarráðið og skipan þess hafi að mestu leyti verið óbreytt síðan þá. Menn geta rétt ímyndað sér hvernig væri umhorfs í fyrirtækjum landsins ef deildaskipting og fyrirkomulag í þeim hefði verið með óbreyttum hætti frá 1969,“ segir Ingibjörg Sólrún. Katrín Jakobsdóttir, varaformaður Vinstri-grænna, segist telja það praktískt mál hverju sinni hvernig maður raði sínu starfsliði og ágætt sé að endurskipuleggja það reglulega. Mestu máli skipti hins vegar að kerfið minnki eitthvað um leið; að það haldi ekki sömu umsvifum þó að mönnunum fækki. Aðspurð hversu langt eigi að ganga í að fækka og sameina segir Ingibjörg Sólrún að framtíðarhópur Samfylkingarinnar hafi nýverið lagt til að ráðuneytunum yrði fækkað úr þrettán í níu og telur hún þá tillögu mjög raunhæfa. Katrín segir þetta eiga að vera í sjálfsvald hverrar ríkisstjórnar sett. Hún segist halda að ástæðan fyrir því að þetta sé sett fram núna sé vegna umræðunnar um stjórnsýsluhætti ríkisstjórnarinnar. „Þetta er náttúrlega mál mjög líklegt til vinsælda, að fækka ráðherrum, og kemur beint í kjölfarið á umræðu um stjórnsýsluhætti þessarar ríkisstjórnar, Framsóknarflokksins og forsætisráðherra, þannig að það kemur mér ekkert á óvart að þetta komi fram núna,“ segir Katrín. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Sjá meira
Stjórnarandstaðan er sammála forsætisráðherra um að tímabært sé að stokka upp í stjórnsýslunni. Samfylkingin leggur til fækkun úr þrettán ráðuneytum í níu en Vinstri-grænir telja réttast að hver ríkisstjórn ráði því hvernig starfsfólki og ráðuneytum sé raðað niður hverju sinni. Til stendur að hefja endurskipulagningu stjórnsýslunnar í haust og ljúka því starfi fyrir lok kjörtímabilsins. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra greindi frá þessu í ræðu sinni í gær og Árni Magnússon félagsmálaráðherra sagði málið hafa verið rætt í ríkisstjórn og þar væri samstaða um þörfina á breytingum. Hann leggur sjálfur til að ráðuneytum verði fækkað í sex en ekki er enn ljóst hversu langt verður gengið í þá átt. En er stjórnarandstaðan sammála því að tímabært sé að stokka upp í stjórnsýslunni? Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, segist sammála því, og þó fyrr hefði verið. Hún segir stjórnsýsluna hafa allt of lengi verið í sömu skorðum og endurspegli engan veginn það samfélag sem við búum í í dag. „Lögin um stjórnarráð Íslands eru frá 1969 og það má heita að stjórnarráðið og skipan þess hafi að mestu leyti verið óbreytt síðan þá. Menn geta rétt ímyndað sér hvernig væri umhorfs í fyrirtækjum landsins ef deildaskipting og fyrirkomulag í þeim hefði verið með óbreyttum hætti frá 1969,“ segir Ingibjörg Sólrún. Katrín Jakobsdóttir, varaformaður Vinstri-grænna, segist telja það praktískt mál hverju sinni hvernig maður raði sínu starfsliði og ágætt sé að endurskipuleggja það reglulega. Mestu máli skipti hins vegar að kerfið minnki eitthvað um leið; að það haldi ekki sömu umsvifum þó að mönnunum fækki. Aðspurð hversu langt eigi að ganga í að fækka og sameina segir Ingibjörg Sólrún að framtíðarhópur Samfylkingarinnar hafi nýverið lagt til að ráðuneytunum yrði fækkað úr þrettán í níu og telur hún þá tillögu mjög raunhæfa. Katrín segir þetta eiga að vera í sjálfsvald hverrar ríkisstjórnar sett. Hún segist halda að ástæðan fyrir því að þetta sé sett fram núna sé vegna umræðunnar um stjórnsýsluhætti ríkisstjórnarinnar. „Þetta er náttúrlega mál mjög líklegt til vinsælda, að fækka ráðherrum, og kemur beint í kjölfarið á umræðu um stjórnsýsluhætti þessarar ríkisstjórnar, Framsóknarflokksins og forsætisráðherra, þannig að það kemur mér ekkert á óvart að þetta komi fram núna,“ segir Katrín.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Sjá meira