Taka gagnrýninni ekki illa 18. júní 2005 00:01 Það sem fyrirtæki leggja til samfélagsins, fyrir utan skatta og skyldur og að fara eftir lögum og reglum, verður að vera á sjálfviljugum grundvelli, segir Ari Edwald, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Hann segir forsætisráðherra hafa orðað hlutina á sinn hátt í hátíðarræðu sinni í gær og að samtökin hafi ekkert við það að athuga. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra ræddi meðal annars um samfélagslega ábyrgð fyrirtækja í þjóðhátíðarávarpi sínu í gær. Þar sagði hann. „Fyrirtæki bera samfélagslega ábyrgð, sérstaklega gagnvart starfsmönnum. Þeim ber að nýta hagnað til að byggja upp. Það er eðlilegt að þau taki þátt í mikilvægum málum á sviði menningar og velferðar. Þeim ber ekki síst að leggja fram fjármuni til að efla nýsköpun og fjölbreytni í atvinnulífi. Þar geta þau lagt meira af mörkum, ekki síst stærstu fjármálafyrirtæki landsins.“ Ari segir Samtök atvinnulífsins hafa fjallað um hugtakið „samfélagslega ábyrgð fyrirtækja“ og það sé grundvallaratriði í viðhorfi samtakanna að það sem sé umfram að fylgja lögum og reglum verði að vera á sjálfviljugum grundvelli. „En það góða er að í markaðsumhverfinu leiðir sókn fyrirtækjanna eftir árangri þau áfram á ýmsum þessara sviða. Auðvitað fjölga menn til dæmis störfum vegna þess að þeir vilja stofna til umsvifa sem eru arðsöm og menn leggja í rannsóknir og þróun með von um árangur, þó það taki auðvitað oft langan tíma og um kostnaðarsöm verkefni sé að ræða,“ segir Ari. Forsætisráðherra sagði jafnframt að ríkisstjórnin vildi samstarf um þetta og að hún vildi skapa til þess nauðsynlegan farveg í formi öflugra sjóða sem ekki eru til í dag. Aðspurður hvort boðinu um samstarf á þessum vettvangi sé fagnað segist Ari telja að þetta þurfi að vera á frjálsum grundvelli. Þetta ráðist af því hvað einstök fyrirtæki vilji gera og þau sjái sér sem betur fer hag í því að hafa mikil og jákvæð samskipti við sitt samfélagslega umhverfi. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Erlent Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Fleiri fréttir „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Sjá meira
Það sem fyrirtæki leggja til samfélagsins, fyrir utan skatta og skyldur og að fara eftir lögum og reglum, verður að vera á sjálfviljugum grundvelli, segir Ari Edwald, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Hann segir forsætisráðherra hafa orðað hlutina á sinn hátt í hátíðarræðu sinni í gær og að samtökin hafi ekkert við það að athuga. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra ræddi meðal annars um samfélagslega ábyrgð fyrirtækja í þjóðhátíðarávarpi sínu í gær. Þar sagði hann. „Fyrirtæki bera samfélagslega ábyrgð, sérstaklega gagnvart starfsmönnum. Þeim ber að nýta hagnað til að byggja upp. Það er eðlilegt að þau taki þátt í mikilvægum málum á sviði menningar og velferðar. Þeim ber ekki síst að leggja fram fjármuni til að efla nýsköpun og fjölbreytni í atvinnulífi. Þar geta þau lagt meira af mörkum, ekki síst stærstu fjármálafyrirtæki landsins.“ Ari segir Samtök atvinnulífsins hafa fjallað um hugtakið „samfélagslega ábyrgð fyrirtækja“ og það sé grundvallaratriði í viðhorfi samtakanna að það sem sé umfram að fylgja lögum og reglum verði að vera á sjálfviljugum grundvelli. „En það góða er að í markaðsumhverfinu leiðir sókn fyrirtækjanna eftir árangri þau áfram á ýmsum þessara sviða. Auðvitað fjölga menn til dæmis störfum vegna þess að þeir vilja stofna til umsvifa sem eru arðsöm og menn leggja í rannsóknir og þróun með von um árangur, þó það taki auðvitað oft langan tíma og um kostnaðarsöm verkefni sé að ræða,“ segir Ari. Forsætisráðherra sagði jafnframt að ríkisstjórnin vildi samstarf um þetta og að hún vildi skapa til þess nauðsynlegan farveg í formi öflugra sjóða sem ekki eru til í dag. Aðspurður hvort boðinu um samstarf á þessum vettvangi sé fagnað segist Ari telja að þetta þurfi að vera á frjálsum grundvelli. Þetta ráðist af því hvað einstök fyrirtæki vilji gera og þau sjái sér sem betur fer hag í því að hafa mikil og jákvæð samskipti við sitt samfélagslega umhverfi.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Erlent Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Fleiri fréttir „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Sjá meira