Innlent

Líðan mannsins stöðug

Ökumaður bifreiðar sem valt við bæinn Varmalæk í Borgarfirði á miðnætti í gær var fluttur alvarlega slasaður á Landspítalann í Fossvogi. Maðurinn, sem var einn á ferð, kastaðist út úr bílnum en talið er að hann hafi ekki verið í bílbelti. Að sögn læknis á gjörgæsludeild er hann mikið slasaður en þó ekki lífshættulega. Líðan hans er stöðug og mun hann gangast undir aðgerð síðar í dag. Ungum manni sem fluttur var á Landspítalann í gær eftir bílslys í Öxnadal sem kostaði tvo vini hans lífið er enn haldið sofandi í öndunarvél.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×