Nýtt síldarævintýri í uppsiglingu? 16. júní 2005 00:01 Munum við aftur upplifa síldarævintýri eins og í gamla daga þar sem ungar stúlkur og piltar flykktust þúsundum saman til Norður- og Austurlands til að vinna í síld? Endurkoma norsk-íslensku síldarinnar inn í íslenska lögsögu vekur slíkar spurningar. Þetta er sú mynd sem við höfum af síldarárunum. Síldin veiddist á sumrin úti fyrir Norður- og Austurlandi og skólakrakkar notuðu sumarfríið til að raka inn tekjum fyrir veturinn. Ungar stúlkur í stórum hópum söltuðu síld á bryggjunum en strákarnir voru ýmist á síldarbátunum eða sáu um að þjónusta stúlkurnar á bryggjunum. Þegar síldarbátarnir komu svo í land var gjarnan slegið upp ball og rómantíkin blómstraði. Þannig liðu sumrin á Íslandi allt fram til ársins 1968 að síldin hvarf. En nú virðist hún vera komin aftur. Þessi stóra verðmæta norsk-íslenska síld, sem síldarævintýrið forðum byggðist á, hefur síðustu daga flætt inn á Austfjarðahafnir. Menn sjá þann tíma í hillingum þegar fólk var á bryggjunum í hundraðatali að salta síld í tunnur. Síðan eru liðin hartnær 40 ár en það er ólíklegt að annað eins gerist aftur. Allt er orðið breytt. Síldveiðiskipin í dag eru margfalt stærri og aflastameiri en þau sem notuð voru í gamla daga. Það þýðir að mun færri sjómenn þarf til að veiða hana. Vinnslan í landi er meira og minna orðin vélvædd. Það þarf því ekki lengur mörghundruð starfsmenn til að vinna síldina. Aðspurður hvort öll rómantík sé horfin úr síldarvinnslunni segir Haraldur Jörgensen, verkstjóri hjá Síldarvinnslunni, að það sé rétt, ef hún hafi þá einhvern tíma verið fyrir hendi. Hann muni eftir því þegar hann byrjaði í síldinni 12 ára gamall að hún hafi fyrst og fremst snúist um slor og vinnu. Ungar stúlkur og piltar vinni nú í vinnslunni en stemmningin úti á bryggju sjáist ekki nú eins og forðum daga. Þessi gömlu síldarár komi aldrei aftur. Hann hafi ekki trú á því að menn færi sig út á bryggju til að salta undir berum himni. Fréttir Innlent Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Sjá meira
Munum við aftur upplifa síldarævintýri eins og í gamla daga þar sem ungar stúlkur og piltar flykktust þúsundum saman til Norður- og Austurlands til að vinna í síld? Endurkoma norsk-íslensku síldarinnar inn í íslenska lögsögu vekur slíkar spurningar. Þetta er sú mynd sem við höfum af síldarárunum. Síldin veiddist á sumrin úti fyrir Norður- og Austurlandi og skólakrakkar notuðu sumarfríið til að raka inn tekjum fyrir veturinn. Ungar stúlkur í stórum hópum söltuðu síld á bryggjunum en strákarnir voru ýmist á síldarbátunum eða sáu um að þjónusta stúlkurnar á bryggjunum. Þegar síldarbátarnir komu svo í land var gjarnan slegið upp ball og rómantíkin blómstraði. Þannig liðu sumrin á Íslandi allt fram til ársins 1968 að síldin hvarf. En nú virðist hún vera komin aftur. Þessi stóra verðmæta norsk-íslenska síld, sem síldarævintýrið forðum byggðist á, hefur síðustu daga flætt inn á Austfjarðahafnir. Menn sjá þann tíma í hillingum þegar fólk var á bryggjunum í hundraðatali að salta síld í tunnur. Síðan eru liðin hartnær 40 ár en það er ólíklegt að annað eins gerist aftur. Allt er orðið breytt. Síldveiðiskipin í dag eru margfalt stærri og aflastameiri en þau sem notuð voru í gamla daga. Það þýðir að mun færri sjómenn þarf til að veiða hana. Vinnslan í landi er meira og minna orðin vélvædd. Það þarf því ekki lengur mörghundruð starfsmenn til að vinna síldina. Aðspurður hvort öll rómantík sé horfin úr síldarvinnslunni segir Haraldur Jörgensen, verkstjóri hjá Síldarvinnslunni, að það sé rétt, ef hún hafi þá einhvern tíma verið fyrir hendi. Hann muni eftir því þegar hann byrjaði í síldinni 12 ára gamall að hún hafi fyrst og fremst snúist um slor og vinnu. Ungar stúlkur og piltar vinni nú í vinnslunni en stemmningin úti á bryggju sjáist ekki nú eins og forðum daga. Þessi gömlu síldarár komi aldrei aftur. Hann hafi ekki trú á því að menn færi sig út á bryggju til að salta undir berum himni.
Fréttir Innlent Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Sjá meira