Fáir mótmæltu varðhaldi yfir Gill 16. júní 2005 00:01 Fáir sinntu því kalli að mótmæla gæsluvarðahaldi yfir Paul Gill við dómsmálaráðuneytið í dag. Gill er einn þremenninganna sem skvettu grænu skyri á ráðstefnugesti á Nordica-hóteli og sá eini sem situr í gæsluvarðhaldi vegna verknaðarins. Það mættu álíka margir mótmælendur og laganna verðir á mótmælastöðuna og fámennt var í báðum hópum. Eftir mótmælin á Nordica-hóteli í fyrradag var atvinnumótmælandinn Paul Gill úrskurðaður í gæsluvarðhald fram á mánudag, íslensku mótmælendurnir tveir, Ólafur Páll Sigurðsson og Arna Ösp Magnúsardóttir, voru hins vegar látin laus. Gill hefur áfrýjað gæsluvarðhaldsúrskurðinum og hefur Hæstiréttur þrjá daga til að skera úr um þá beiðni. Í yfirlýsingu til dómsmálaráðherra er skýrt tekið fram að öll þrjú hafi þau átt jafnan þátt í verknaðinum. Hvaða skoðun sem menn hafi á aðgerðum þeirra sé lýðum ljóst að gæsluvarðshaldsúrskurður yfir Gill einum sé hróplegt ranglæti. Aðspurð hver hún telji að ástæðan sé fyrir því að Gill sé í gæsluvarðhaldi en ekki hún og Ólafur segir Arna Ösp að hún fái ekki betur séð en verið sé að reyna að gera blóraböggul úr Gill, hugsanlega vegna þess að hann sé útlendingur. Hjá rannsóknardeild lögreglunnar fengust þær upplýsingar að verið væri að skoða þátt Pauls Gills sérstaklega, til dæmis hvort hann hefði skipulagt mótmælin. Þá væri hann búsettur erlendis og því rétt að hann væri til taks meðan málið væri í rannsókn. Arna Ösp, gefur lítið fyrir þær útskýringar. Hún segir að eftir því sem hún best viti séu þau Ólafur ekki í farbanni. Þá búi Gill utan Schengen-svæðisins og þyrfti þess vegna hvort eð er að framvísa skilríkjum til þess að komast úr landi. Líkt og Paul Gill á Arna Ösp yfir höfði sér ákæru vegna skyrslettumótmælanna á Nordica-hóteli. Aðspurð segist hún ekki sjá eftir því að hafa tekið þátt í mótmælunum en hún myndi þó ekki gera þetta aftur á þennan hátt. Aðrar friðsamari aðgerðir komi vel til greina. Spurð hvort hún sé farin að skipuleggja eitthvað segir Arna Ösp að hún sé ekki byrjuð enn þá. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent „Kannski ég læri að prjóna sokka“ Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Fleiri fréttir Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa „Kannski ég læri að prjóna sokka“ Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sjá meira
Fáir sinntu því kalli að mótmæla gæsluvarðahaldi yfir Paul Gill við dómsmálaráðuneytið í dag. Gill er einn þremenninganna sem skvettu grænu skyri á ráðstefnugesti á Nordica-hóteli og sá eini sem situr í gæsluvarðhaldi vegna verknaðarins. Það mættu álíka margir mótmælendur og laganna verðir á mótmælastöðuna og fámennt var í báðum hópum. Eftir mótmælin á Nordica-hóteli í fyrradag var atvinnumótmælandinn Paul Gill úrskurðaður í gæsluvarðhald fram á mánudag, íslensku mótmælendurnir tveir, Ólafur Páll Sigurðsson og Arna Ösp Magnúsardóttir, voru hins vegar látin laus. Gill hefur áfrýjað gæsluvarðhaldsúrskurðinum og hefur Hæstiréttur þrjá daga til að skera úr um þá beiðni. Í yfirlýsingu til dómsmálaráðherra er skýrt tekið fram að öll þrjú hafi þau átt jafnan þátt í verknaðinum. Hvaða skoðun sem menn hafi á aðgerðum þeirra sé lýðum ljóst að gæsluvarðshaldsúrskurður yfir Gill einum sé hróplegt ranglæti. Aðspurð hver hún telji að ástæðan sé fyrir því að Gill sé í gæsluvarðhaldi en ekki hún og Ólafur segir Arna Ösp að hún fái ekki betur séð en verið sé að reyna að gera blóraböggul úr Gill, hugsanlega vegna þess að hann sé útlendingur. Hjá rannsóknardeild lögreglunnar fengust þær upplýsingar að verið væri að skoða þátt Pauls Gills sérstaklega, til dæmis hvort hann hefði skipulagt mótmælin. Þá væri hann búsettur erlendis og því rétt að hann væri til taks meðan málið væri í rannsókn. Arna Ösp, gefur lítið fyrir þær útskýringar. Hún segir að eftir því sem hún best viti séu þau Ólafur ekki í farbanni. Þá búi Gill utan Schengen-svæðisins og þyrfti þess vegna hvort eð er að framvísa skilríkjum til þess að komast úr landi. Líkt og Paul Gill á Arna Ösp yfir höfði sér ákæru vegna skyrslettumótmælanna á Nordica-hóteli. Aðspurð segist hún ekki sjá eftir því að hafa tekið þátt í mótmælunum en hún myndi þó ekki gera þetta aftur á þennan hátt. Aðrar friðsamari aðgerðir komi vel til greina. Spurð hvort hún sé farin að skipuleggja eitthvað segir Arna Ösp að hún sé ekki byrjuð enn þá.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent „Kannski ég læri að prjóna sokka“ Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Fleiri fréttir Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa „Kannski ég læri að prjóna sokka“ Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sjá meira