Innlent

Safnaðarformaður veldur usla

"Þetta er í sjálfu sér ekkert fréttnæmt því þetta er bara eins og gengur og gerist," segir Matthías G. Pétursson, formaður hestamannafélagsins Andvara í Garðabæ en tveir stjórnarmenn af fimm hafa sagt sig úr stjórninni á þessu ári og neita báðir að tjá sig um hvort ósætti við formanninn sé ástæða úrsagnarinnar. Formaður hestamannafélagsins er sá hinn sami og hefur gegnt formennsku safnaðarins í Garðasókn en þar hafa deilur átt sér stað milli sóknarprestsins annars vegar og formanns og varaformanns sóknarnefndarinnar hins vegar. Matthías segir að það sé fjarri lagi að einhver átök eigi sér stað í félaginu og að miklar framkvæmdir séu framundan sem taki mikinn tíma. "Þetta eru miklar og drífandi framkvæmdir og það er ekki allra að standa í svona félagsstarfi því það tekur mikinn tíma. Við höfum fengið inn varamenn í stað þeirra sem hættu og það er allt í góðu hér," segir Matthías.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×