Innlent

Vararíkissaksóknari skipaður

Dóms- og kirkjumálaráðherra hefur skipað Ragnheiði Harðardóttur saksóknara í embætti vararíkissaksóknara frá og með 1. júlí nk. Þá hefur dóms- og kirkjumálaráðherra skipað Óskar Bjartmarz, varðstjóra og rannsóknarlögreglumann, í embætti yfirlögregluþjóns hjá Sýslumanninum á Seyðisfirði frá og með 1. ágúst nk. 



Fleiri fréttir

Sjá meira


×