Aukning á iðrasýkingum í sumar 13. júní 2005 00:01 Kampýlóbakter- og nóróveirusýkingar eiga eftir að aukast hér á landi eftir því sem líður á sumarið, að mati Haraldar Briem smitsjúkdómalæknis. Nóróveirusýkingar verða meðal annars þegar rotþrær fyllast og mengun kemst í neysluvatn. Þá eru miklar sýkingar um borð í skemmtiferðaskipum tengdar veirunni. Samkvæmt Farsóttarfréttum Landlæknis hafa nóróveirusýkingar færst talsvert í vöxt á Íslandi á undanförnum árum og þá sérstaklega yfir sumarmánuðina, enda tengist hún ferðaiðnaðinum og stöðum sem fólk sæki á, t.d. hótelum, sumarhúsum og veitingastöðum. Að sögn Haraldar eru sýkingarnar eru bráðsmitandi og hvetur hann fólk því til að gæta vel að hreinlæti og ekki starfa við matargerð og annað þ.u.l. þegar það er með iðrapestir. Ferðaþjónustan hefur orðið illa fyrir barðinu á slíkum sýkingum og má í því sambandi minna á að árið 2001 veiktust að minnsta kosti 117 manns á hóteli á Norðausturlandi. Og á síðasta ári kom þar aftur upp sýking þar sem um hundrað manns sýktust. Þá kom upp mikil sýking í Húsafelli sem kunnugt er. Sýkingin sem varð fyrir norðan er talin hafa verið frá rotþrót sem hafi valdið mengun í neysluvatni. Haraldur segir menn gruna að víða sé pottur brotinn í þessum efnum. Nóróveirusýkingar eru mikið vandamál um borð í skemmtiferðaskipum og segir Haraldur hugsanlegt að tengsl séu á milli komu þeirra og sýkinga. Þó geti verið að farþegar skipanna smitist hér á landi og beri svo sýkinguna með sér um borð. En það eru ekki bara nóróveirusýkingar sem varað er við því samkvæmt Haraldi hækkar tíðni kampýlóbaktersýkinga síðsumars. Sú baktería er mikið í lífríkinu hér á landi og nær sér á strik yfir sumartímann, m.a. með fuglum og í vatni á yfirborðinu. Á árum áður var hún tengd kjúklingum en því er nú haldið í lágmarki með vöktun á kjúklingaræktinni. Nóróveirusýkingar ganga almennt yfir á 2-3 dögum. Hún getur verið mjög óþægileg en einkennin eru kviðverkir, niðurgangur og uppköst. Kampýlóbakter er hins vegar skæðari sýking þar sem fólk verður veikara og hún varir lengur. Hreinlæti er besta vörnin við báðum tegundunum. Fréttir Innlent Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Erlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Sjá meira
Kampýlóbakter- og nóróveirusýkingar eiga eftir að aukast hér á landi eftir því sem líður á sumarið, að mati Haraldar Briem smitsjúkdómalæknis. Nóróveirusýkingar verða meðal annars þegar rotþrær fyllast og mengun kemst í neysluvatn. Þá eru miklar sýkingar um borð í skemmtiferðaskipum tengdar veirunni. Samkvæmt Farsóttarfréttum Landlæknis hafa nóróveirusýkingar færst talsvert í vöxt á Íslandi á undanförnum árum og þá sérstaklega yfir sumarmánuðina, enda tengist hún ferðaiðnaðinum og stöðum sem fólk sæki á, t.d. hótelum, sumarhúsum og veitingastöðum. Að sögn Haraldar eru sýkingarnar eru bráðsmitandi og hvetur hann fólk því til að gæta vel að hreinlæti og ekki starfa við matargerð og annað þ.u.l. þegar það er með iðrapestir. Ferðaþjónustan hefur orðið illa fyrir barðinu á slíkum sýkingum og má í því sambandi minna á að árið 2001 veiktust að minnsta kosti 117 manns á hóteli á Norðausturlandi. Og á síðasta ári kom þar aftur upp sýking þar sem um hundrað manns sýktust. Þá kom upp mikil sýking í Húsafelli sem kunnugt er. Sýkingin sem varð fyrir norðan er talin hafa verið frá rotþrót sem hafi valdið mengun í neysluvatni. Haraldur segir menn gruna að víða sé pottur brotinn í þessum efnum. Nóróveirusýkingar eru mikið vandamál um borð í skemmtiferðaskipum og segir Haraldur hugsanlegt að tengsl séu á milli komu þeirra og sýkinga. Þó geti verið að farþegar skipanna smitist hér á landi og beri svo sýkinguna með sér um borð. En það eru ekki bara nóróveirusýkingar sem varað er við því samkvæmt Haraldi hækkar tíðni kampýlóbaktersýkinga síðsumars. Sú baktería er mikið í lífríkinu hér á landi og nær sér á strik yfir sumartímann, m.a. með fuglum og í vatni á yfirborðinu. Á árum áður var hún tengd kjúklingum en því er nú haldið í lágmarki með vöktun á kjúklingaræktinni. Nóróveirusýkingar ganga almennt yfir á 2-3 dögum. Hún getur verið mjög óþægileg en einkennin eru kviðverkir, niðurgangur og uppköst. Kampýlóbakter er hins vegar skæðari sýking þar sem fólk verður veikara og hún varir lengur. Hreinlæti er besta vörnin við báðum tegundunum.
Fréttir Innlent Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Erlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Sjá meira