Hljómgrunnur fyrir þjóðaratkvæði 12. júní 2005 00:01 Að forsetaembættið verði lagt niður, bannað verði að stofna íslenskan her og að vatn verði lýst almannaeign voru meðal tillagna um breytingar á stjórnarskrá íslenska lýðveldisins sem fram komu á ráðstefnu sem stjórnarskrárnefnd hélt á Hótel Loftleiðum á laugardag. Á ráðstefnunni fengu fulltrúar félagasamtaka sem sent höfðu inn erindi til stjórnarskrárnefndar tækifæri til að færa rök fyrir tillögum sínum og fá viðbrögð félaga í nefndinni. Þar sem ráðstefnan var opin almenningi gafst jafnframt öllum þeim sem áhuga höfðu tækifæri til að leggja orð í belg í umræðunni um endurskoðun stjórnarskrárinnar. Alls var það 21 félag sem sendi inn erindi til nefndarinnar áður en tilskilinn frestur rann út, en þau eru birt á heimasíðunni www.stjornarskra.is. Meðal þessara félaga eru Barnaheill, BSRB, Félag heyrnarlausra, Frjálshyggjufélagið, Heimssýn, Landvernd, Mannréttindaskrifstofa Íslands, ReykjavíkurAkademían, Samtök um aðskilnað ríkis og kirkju, Samtök herstöðvaandstæðinga, Skýrslutæknifélag Íslands, Undirbúningshópur kvenna um stjórnarskrárbreytingar og Þjóðarhreyfingin. Eins og þessi upptalning ber með sér voru tillögurnar af margvíslegasta tagi og snerta nær alla þætti stjórnarskrárinnar. Þó er ljóst að sumar þeirra eiga meiri möguleika á að verða að veruleika en aðrar. Út úr viðbrögðum fulltrúa stjórnarskrárnefndar mátti lesa að þótt ákveðið hefði verið að einskorða endurskoðunina nú ekki við fyrsta, annan og fimmta kafla stjórnarskrárinnar, eins og upprunalegt erindisbréf hennar hljóðaði upp á, væri sennilegra að samstaða næðist um breytingar ef þær yrðu ekki of víðtækar. Verkefni stjórnarskrárnefndar, sem er skipuð fulltrúum stjórnmálaflokkanna, er að leggja fram frumvarp að breytingum á stjórnarskránni fyrir árslok 2006. Við upphaf ráðstefnunnar benti Gunnar Helgi Kristinsson stjórnmálafræðiprófessor á að það væru þessir þrír nefndu kaflar - í þeim er kveðið á um skiptingu ríkisvaldsins, vald forseta og ráðherra og dómsvaldið - væru "fornfálegustu" hlutar stjórnarskrárinnar, enda hefur þeim sama og ekkert verið breytt frá því lýðveldisstjórnarskráin var samþykkt árið 1944 og að kjarna til eru ákvæðin sem þeir innihalda ættuð beint úr dönsku stjórnarskránni frá miðri 19. öld. Ákvæðin endurspegluðu annan stjórnskipunarlegan raunveruleika en nú væri við lýði og þetta ósamræmi væri óæskilegt. Ágreiningur um túlkun þeirra, eins og upp kom um 26. greinina í fyrrasumar, skapaði réttaróvissu sem æskilegt væri að eyða með skýrari uppfærðum ákvæðum. Geir H. Haarde, varaformaður stjórnarskrárnefndar, sleit ráðstefnunni en hann nefndi í lokaorðum sínum að sér heyrðist það eiga talsverðan hljómgrunn að tekið yrði upp í stjórnarskrá ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslur. Í umræðunni hefur sá möguleiki helst verið nefndur í þrenns konar samhengi; að tiltekinn fjöldi kjósenda geti knúið fram þjóðaratkvæðagreiðslu um tiltekið mál og slíkt ákvæði komið í staðinn fyrir svonefndan málskotsrétt forseta í 26. greininni; að efnt skuli til þjóðaratkvæðagreiðslu ef stjórnvöld gera samninga sem fela í sér umtalsvert framsal á ríkisvaldi til fjölþjóðlegra stofnana; og loks að samþykkt stjórnarskrárbreytinga verði aðskilin frá þingkosningum. Fréttir Innlent Mest lesið Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Sjá meira
Að forsetaembættið verði lagt niður, bannað verði að stofna íslenskan her og að vatn verði lýst almannaeign voru meðal tillagna um breytingar á stjórnarskrá íslenska lýðveldisins sem fram komu á ráðstefnu sem stjórnarskrárnefnd hélt á Hótel Loftleiðum á laugardag. Á ráðstefnunni fengu fulltrúar félagasamtaka sem sent höfðu inn erindi til stjórnarskrárnefndar tækifæri til að færa rök fyrir tillögum sínum og fá viðbrögð félaga í nefndinni. Þar sem ráðstefnan var opin almenningi gafst jafnframt öllum þeim sem áhuga höfðu tækifæri til að leggja orð í belg í umræðunni um endurskoðun stjórnarskrárinnar. Alls var það 21 félag sem sendi inn erindi til nefndarinnar áður en tilskilinn frestur rann út, en þau eru birt á heimasíðunni www.stjornarskra.is. Meðal þessara félaga eru Barnaheill, BSRB, Félag heyrnarlausra, Frjálshyggjufélagið, Heimssýn, Landvernd, Mannréttindaskrifstofa Íslands, ReykjavíkurAkademían, Samtök um aðskilnað ríkis og kirkju, Samtök herstöðvaandstæðinga, Skýrslutæknifélag Íslands, Undirbúningshópur kvenna um stjórnarskrárbreytingar og Þjóðarhreyfingin. Eins og þessi upptalning ber með sér voru tillögurnar af margvíslegasta tagi og snerta nær alla þætti stjórnarskrárinnar. Þó er ljóst að sumar þeirra eiga meiri möguleika á að verða að veruleika en aðrar. Út úr viðbrögðum fulltrúa stjórnarskrárnefndar mátti lesa að þótt ákveðið hefði verið að einskorða endurskoðunina nú ekki við fyrsta, annan og fimmta kafla stjórnarskrárinnar, eins og upprunalegt erindisbréf hennar hljóðaði upp á, væri sennilegra að samstaða næðist um breytingar ef þær yrðu ekki of víðtækar. Verkefni stjórnarskrárnefndar, sem er skipuð fulltrúum stjórnmálaflokkanna, er að leggja fram frumvarp að breytingum á stjórnarskránni fyrir árslok 2006. Við upphaf ráðstefnunnar benti Gunnar Helgi Kristinsson stjórnmálafræðiprófessor á að það væru þessir þrír nefndu kaflar - í þeim er kveðið á um skiptingu ríkisvaldsins, vald forseta og ráðherra og dómsvaldið - væru "fornfálegustu" hlutar stjórnarskrárinnar, enda hefur þeim sama og ekkert verið breytt frá því lýðveldisstjórnarskráin var samþykkt árið 1944 og að kjarna til eru ákvæðin sem þeir innihalda ættuð beint úr dönsku stjórnarskránni frá miðri 19. öld. Ákvæðin endurspegluðu annan stjórnskipunarlegan raunveruleika en nú væri við lýði og þetta ósamræmi væri óæskilegt. Ágreiningur um túlkun þeirra, eins og upp kom um 26. greinina í fyrrasumar, skapaði réttaróvissu sem æskilegt væri að eyða með skýrari uppfærðum ákvæðum. Geir H. Haarde, varaformaður stjórnarskrárnefndar, sleit ráðstefnunni en hann nefndi í lokaorðum sínum að sér heyrðist það eiga talsverðan hljómgrunn að tekið yrði upp í stjórnarskrá ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslur. Í umræðunni hefur sá möguleiki helst verið nefndur í þrenns konar samhengi; að tiltekinn fjöldi kjósenda geti knúið fram þjóðaratkvæðagreiðslu um tiltekið mál og slíkt ákvæði komið í staðinn fyrir svonefndan málskotsrétt forseta í 26. greininni; að efnt skuli til þjóðaratkvæðagreiðslu ef stjórnvöld gera samninga sem fela í sér umtalsvert framsal á ríkisvaldi til fjölþjóðlegra stofnana; og loks að samþykkt stjórnarskrárbreytinga verði aðskilin frá þingkosningum.
Fréttir Innlent Mest lesið Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Sjá meira