Fleira komi til en kennslan 12. júní 2005 00:01 Stærðfræðikunnátta stúdenta í háskóla er mjög mismunandi eftir því úr hvaða framhaldsskóla þeir koma. Stærðfræðikennari við Menntaskólann við Sund segir að athuga verði fleiri þætti en bara kennsluna, þegar skýringa er leitað. Nemar í verkfræði þurfa góða undirstöðumenntun í stærðfræði. Verkfræðideild Háskóla Íslands segir árángur nemenda meðal annars misjafnan eftir því úr hvað framhaldsskóla þeir koma. Deildin athugaði á fimm ára tímabili árangur á prófi í Stærðfræðigreinginu 1b sem kennd er á fyrsta ári í verkfræði. Menntaskólarnir í Reykjavík, við Hamrahlíð og á Akureyri virtust samkvæmt þessu sýna bestan árangur. Úr Menntaskólanum í Reykjavík náðu 75 prósent þeirra sem þreyttu prófið. Sautján skólar voru þó aðeins með 27 prósenta árangur. Ágúst Ásgeirsson, stærðfræðikennari við Menntaskólann við Sund, segir málið ekki eins einfalt og í þessari athugun er sýnt. En eiga nemendur við Menntaskólann við Sund, sem varð í áttunda sæti, minni möguleika á að spjara sig í verkfræði en þeir sem koma frá skólunum þar fyrir ofan? Ágúst segist telja að þeir nemendur í MS sem leggi sig fram eigi góða möguleika og þeir geti vel tekið mark á einkunninni sem þeir fá í stærðfræði þegar þeir ljúka prófi þar. Skilaboðin séu skýr: Leggið ykkur fram. Ágúst telur of marga í sínum skóla velja sig frá stærðfræði en ákveði svo síðar á lífsleiðinni að fara í verkfræði og því sé undirbúningurinn ekki nægur. En þarf þá ekki víða í framhaldsskólum að halda nemendum að stærðfræði? Ágúst segist vona að allir stærðfræðikennarar leggi sig fram um það en það þurfi tvo til. Nemendur þurfi líka að vera áhugasamir, skemmtilegir og góðir sem séu tilbúnir að leggja mikið á sig. Ágúst segir stærðfræði mjög erfiða grein. Nemendur hafi lært hana í 10 ár áður en þeir komi í framhaldsskóla en ekki séu margar greinar sem teygi sig yfir öll námsárin. Fólk þurfi að leggja sig fram allan tímann. Þá bæti nemendur við fjórum árum við í framhaldsskóla og ef þeir standi sig ekki þar muni þeir sennilega ekki standa sig í háskóla heldur. Fréttir Innlent Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Sjá meira
Stærðfræðikunnátta stúdenta í háskóla er mjög mismunandi eftir því úr hvaða framhaldsskóla þeir koma. Stærðfræðikennari við Menntaskólann við Sund segir að athuga verði fleiri þætti en bara kennsluna, þegar skýringa er leitað. Nemar í verkfræði þurfa góða undirstöðumenntun í stærðfræði. Verkfræðideild Háskóla Íslands segir árángur nemenda meðal annars misjafnan eftir því úr hvað framhaldsskóla þeir koma. Deildin athugaði á fimm ára tímabili árangur á prófi í Stærðfræðigreinginu 1b sem kennd er á fyrsta ári í verkfræði. Menntaskólarnir í Reykjavík, við Hamrahlíð og á Akureyri virtust samkvæmt þessu sýna bestan árangur. Úr Menntaskólanum í Reykjavík náðu 75 prósent þeirra sem þreyttu prófið. Sautján skólar voru þó aðeins með 27 prósenta árangur. Ágúst Ásgeirsson, stærðfræðikennari við Menntaskólann við Sund, segir málið ekki eins einfalt og í þessari athugun er sýnt. En eiga nemendur við Menntaskólann við Sund, sem varð í áttunda sæti, minni möguleika á að spjara sig í verkfræði en þeir sem koma frá skólunum þar fyrir ofan? Ágúst segist telja að þeir nemendur í MS sem leggi sig fram eigi góða möguleika og þeir geti vel tekið mark á einkunninni sem þeir fá í stærðfræði þegar þeir ljúka prófi þar. Skilaboðin séu skýr: Leggið ykkur fram. Ágúst telur of marga í sínum skóla velja sig frá stærðfræði en ákveði svo síðar á lífsleiðinni að fara í verkfræði og því sé undirbúningurinn ekki nægur. En þarf þá ekki víða í framhaldsskólum að halda nemendum að stærðfræði? Ágúst segist vona að allir stærðfræðikennarar leggi sig fram um það en það þurfi tvo til. Nemendur þurfi líka að vera áhugasamir, skemmtilegir og góðir sem séu tilbúnir að leggja mikið á sig. Ágúst segir stærðfræði mjög erfiða grein. Nemendur hafi lært hana í 10 ár áður en þeir komi í framhaldsskóla en ekki séu margar greinar sem teygi sig yfir öll námsárin. Fólk þurfi að leggja sig fram allan tímann. Þá bæti nemendur við fjórum árum við í framhaldsskóla og ef þeir standi sig ekki þar muni þeir sennilega ekki standa sig í háskóla heldur.
Fréttir Innlent Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Sjá meira