Kettir geymdir í gámi 11. júní 2005 00:01 Tuttugu og einn köttur var fjarlægður úr gámi þar sem þeir voru geymdir við ómannúðlegar aðstæður í þrjár vikur. Þetta er í þriðja sinn sem yfirvöld bregðast við vegna slæms aðbúnaðar kattanna. Það tók sex klukkustundir að ná dýrunum úr gámnum í gær, en í gámnum er búslóð konu sem á kettina. Lyktin þegar gámurinn var opnaður var vægast sagt hrikaleg enda höfðu dýrin ekki komist út til að losa sig við úrgang. Sigríður Ásgeirsdóttir, formaður Dýraverndunarsambands Íslands, segir gáminn hafa verið nánast fullan af húsgögnum og kössum og innan um þetta hafi kettirnir verið. Saga kattanna er þyrnum stráð. Í febrúar í fyrra voru sextán kettir teknir af konunni þar sem hún bjó á Njálsgötu. Kettirnir voru færðir í Kattholt en konan réð sér lögmann sem fékk kettina lausa úr Kattholti. Sigríður segir að síðan hafi frést af köttunum í Dugguvogi í september í fyrra. Þá hafi hún aftur kallað til lögreglu sem hafi kallað á dýralæknir. Farið hafi verið inn í húsið við Dugguvog og þar hafi verið 15 kettir og ástandið svakalegt. Í gær bárust Dýraverndunarsambandinu svo fréttir af köttunum í þriðja sinn þar sem þeir voru lokaðir inni í gámi. Kettirnir voru færðir í Kattholt en meðal þeirra voru nokkrir kettlingar. Aðspurð hverig kettirnir hafi verið á sig komnir við komuna í Kattholt segir Sigríður Heiðberg hjá Kattholti að þeir hafi ekki verið illa haldnir. Þeim hafi verið gefið að borða en aðstæður þeirra séu náttúrlega skelfilegar. Sigríður Ásgeirsdóttir segir að þess verði gætt að kettirnir verði ekki aftur teknir úr Kattholti því það sé alveg ljóst að konan sem átti þá hafi ekki burði til að vera með svo marga ketti. Hún segir enn fremur að sér þyki verst í málinu að dýraverndunaryfirvöld hafi brugðist alveg hrapallega. Strax í febrúar hefðu þau getað tekið á málinu og þá hefði ekkert af þessu þurft að gerast. Aðspurð hvort hún muni láta kettina af hendi aftur segir Sigríður Heiðberg að helst vilji hún það ekki en hún voni að yfirvöld dæmi kettina af eiganda þeirra. Að minnsta kosti meðan aðstæður eigandans séu eins og þær séu í dag þá valdi hann því ekki að vera með þá. Sigríður Ásgeirsdóttir segir að ekki sé fullvíst að ekki séu fleiri kettir í gáminum en ekki sé hægt að ganga úr skugga um það nema gámurinn verði tæmdur. Fréttir Innlent Mest lesið Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Erlent Fleiri fréttir Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Sjá meira
Tuttugu og einn köttur var fjarlægður úr gámi þar sem þeir voru geymdir við ómannúðlegar aðstæður í þrjár vikur. Þetta er í þriðja sinn sem yfirvöld bregðast við vegna slæms aðbúnaðar kattanna. Það tók sex klukkustundir að ná dýrunum úr gámnum í gær, en í gámnum er búslóð konu sem á kettina. Lyktin þegar gámurinn var opnaður var vægast sagt hrikaleg enda höfðu dýrin ekki komist út til að losa sig við úrgang. Sigríður Ásgeirsdóttir, formaður Dýraverndunarsambands Íslands, segir gáminn hafa verið nánast fullan af húsgögnum og kössum og innan um þetta hafi kettirnir verið. Saga kattanna er þyrnum stráð. Í febrúar í fyrra voru sextán kettir teknir af konunni þar sem hún bjó á Njálsgötu. Kettirnir voru færðir í Kattholt en konan réð sér lögmann sem fékk kettina lausa úr Kattholti. Sigríður segir að síðan hafi frést af köttunum í Dugguvogi í september í fyrra. Þá hafi hún aftur kallað til lögreglu sem hafi kallað á dýralæknir. Farið hafi verið inn í húsið við Dugguvog og þar hafi verið 15 kettir og ástandið svakalegt. Í gær bárust Dýraverndunarsambandinu svo fréttir af köttunum í þriðja sinn þar sem þeir voru lokaðir inni í gámi. Kettirnir voru færðir í Kattholt en meðal þeirra voru nokkrir kettlingar. Aðspurð hverig kettirnir hafi verið á sig komnir við komuna í Kattholt segir Sigríður Heiðberg hjá Kattholti að þeir hafi ekki verið illa haldnir. Þeim hafi verið gefið að borða en aðstæður þeirra séu náttúrlega skelfilegar. Sigríður Ásgeirsdóttir segir að þess verði gætt að kettirnir verði ekki aftur teknir úr Kattholti því það sé alveg ljóst að konan sem átti þá hafi ekki burði til að vera með svo marga ketti. Hún segir enn fremur að sér þyki verst í málinu að dýraverndunaryfirvöld hafi brugðist alveg hrapallega. Strax í febrúar hefðu þau getað tekið á málinu og þá hefði ekkert af þessu þurft að gerast. Aðspurð hvort hún muni láta kettina af hendi aftur segir Sigríður Heiðberg að helst vilji hún það ekki en hún voni að yfirvöld dæmi kettina af eiganda þeirra. Að minnsta kosti meðan aðstæður eigandans séu eins og þær séu í dag þá valdi hann því ekki að vera með þá. Sigríður Ásgeirsdóttir segir að ekki sé fullvíst að ekki séu fleiri kettir í gáminum en ekki sé hægt að ganga úr skugga um það nema gámurinn verði tæmdur.
Fréttir Innlent Mest lesið Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Erlent Fleiri fréttir Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Sjá meira