Náðunarnefnd fjallar um Aron Pálma 10. júní 2005 00:01 Mál Arons Pálma Ágústsonar hefur verið tekið til meðferðar hjá náðunarnefnd Texas í Bandaríkjunum. Þetta segir Einar S. Einarsson, talsmaður RJF-hópsins, en hópurinn hefur barist fyrir frelsi Arons Pálma úr stofufangelsi í Beaumont í Texas. Náðunarnefndin mun væntanlega taka afstöðu í málinu innan sex mánuða en það er svo ríkisstjórans að taka endanlega afstöðu til náðunarinnar. "Ég hef upplýsingar um það að náðunarnefnd Texas hafi fengið málið til umfjöllunar. Það gerist í raun í kjölfar þess að Aron Pálmi ákvað að hann vildi ljúka afplánuninni á Íslandi en einnig út af þeim stuðningi sem hann hefur fengið frá Íslandi og meðal annars frá RJF-hópnum. Þá er það svo að nefndin hefur um sex mánuði til að afgreiða málið en það getur tekið lengri tíma þar sem röðin er löng en við vonum það besta," segir Einar. Einar segir að ef nauðsynlegt þyki muni sendinefnd á vegum stuðningshóps Arons Pálma halda til Texas til að þrýsta á afgreiðslu málsins. "Ef það er ekki hægt að nálgast yfirvöld í Texas með því að hringja eða skrifa þá verðum við að banka upp á. Það er nauðsynlegt að hamra járnið meðan það er heitt. En við vitum að skrifstofu ríkisstjórans hefur borist bréf hópsins og það hefur verið staðfest af póstflutningarfyrirtæki. Nú er að bíða og sjá. Við ætlum að fylgja þessu máli eftir," segir Einar. Einar ræddi við Aron Pálma í vikunni og sagði að hljóðið í honum væri dauft og Aron Pálmi vonaðist eftir niðurstöðu sem fyrst. Hann ætti þó von á heimsókn frá foreldrum sínum og hlakkaði til að hitta þau. Ræðismaður Íslands í Houston í Texas hefur verið beðinn um að fylgja málinu eftir ytra og fara eða hringja til skrifstofu ríkisstjórans í Texas. Beðið er eftir því hvort sú vinna muni skila árangri. Skrifstofa ríkisstjóra Texas kannaðist ekki við að hafa móttekið bréf RJF-hópsins þegar Fréttablaðið hafði samband þangað í gær. Fréttir Innlent Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Erlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Sjá meira
Mál Arons Pálma Ágústsonar hefur verið tekið til meðferðar hjá náðunarnefnd Texas í Bandaríkjunum. Þetta segir Einar S. Einarsson, talsmaður RJF-hópsins, en hópurinn hefur barist fyrir frelsi Arons Pálma úr stofufangelsi í Beaumont í Texas. Náðunarnefndin mun væntanlega taka afstöðu í málinu innan sex mánuða en það er svo ríkisstjórans að taka endanlega afstöðu til náðunarinnar. "Ég hef upplýsingar um það að náðunarnefnd Texas hafi fengið málið til umfjöllunar. Það gerist í raun í kjölfar þess að Aron Pálmi ákvað að hann vildi ljúka afplánuninni á Íslandi en einnig út af þeim stuðningi sem hann hefur fengið frá Íslandi og meðal annars frá RJF-hópnum. Þá er það svo að nefndin hefur um sex mánuði til að afgreiða málið en það getur tekið lengri tíma þar sem röðin er löng en við vonum það besta," segir Einar. Einar segir að ef nauðsynlegt þyki muni sendinefnd á vegum stuðningshóps Arons Pálma halda til Texas til að þrýsta á afgreiðslu málsins. "Ef það er ekki hægt að nálgast yfirvöld í Texas með því að hringja eða skrifa þá verðum við að banka upp á. Það er nauðsynlegt að hamra járnið meðan það er heitt. En við vitum að skrifstofu ríkisstjórans hefur borist bréf hópsins og það hefur verið staðfest af póstflutningarfyrirtæki. Nú er að bíða og sjá. Við ætlum að fylgja þessu máli eftir," segir Einar. Einar ræddi við Aron Pálma í vikunni og sagði að hljóðið í honum væri dauft og Aron Pálmi vonaðist eftir niðurstöðu sem fyrst. Hann ætti þó von á heimsókn frá foreldrum sínum og hlakkaði til að hitta þau. Ræðismaður Íslands í Houston í Texas hefur verið beðinn um að fylgja málinu eftir ytra og fara eða hringja til skrifstofu ríkisstjórans í Texas. Beðið er eftir því hvort sú vinna muni skila árangri. Skrifstofa ríkisstjóra Texas kannaðist ekki við að hafa móttekið bréf RJF-hópsins þegar Fréttablaðið hafði samband þangað í gær.
Fréttir Innlent Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Erlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Sjá meira