Starfsleyfi Alcoa ekki afturkallað 10. júní 2005 00:01 Lögmaður Umhverfisstofnunar segir starfsleyfi Alcoa fyrir álveri í Reyðarfirði ekki verða afturkallað þrátt fyrir dóm Hæstaréttar um að álverið þurfi að fara í umhverfismat. Hjörleifur Guttormsson telur að stöðva þurfi framkvæmdirnar í Reyðarfirði á meðan umhverfisáhrif verði metin. Starfseyfi Alcoa var gefið út eftir að ákvörðun Skipulagsstofnunar lá fyrir í mars 2003 um að álverið þyrfti ekki að fara í umhverfismat. Sigurður Örn Guðleifsson, lögmaður hjá Umhverfisstofnun, segir dóm Hæstaréttar hafa gefið ástæðu til þess að athuga hvort að afturkalla ætti stafsleyfi Alcoa, en ákveðið hafi verið að gera það ekki, meðal annars vegna þess að þeir leyfið hafa, hafi réttmætar væntingar um að halda því. Sigurður bendir enn fremur á að Alcoa hafi sent erindi til Skipulagsstofnunar á sínum tíma til þess að kanna það hvort þörf væri á öðru mati. Niðurstaða Skipulagstofnunar hafi verið sú að hið nýja álver þyrfti ekki að fara í mat og þá ákvörðun hafi umhverfisráðherra staðfest. Mistökin hafi legið þar en ekki hjá Alcoa. Þessi sjónarmið og mörg önnur vegist á og þurfi að skoða þegar tekin sé ákvörðun um það hvort Umhverfisstofnun eigi að afturkalla leyfið að eigin frumkvæði. Niðurstaða hennar sé sú að gera það ekki. Sigurður segir að ef umhverfismat kalli á breyttar forsendur geti verið að gefa þurfi út nýtt starfsleyfi en segir að í framhaldi af hagsmunamati nú þyki ekki rétt að afturkalla leyfið. Hjörleifur Guttormsson, sem kærði að ekki hafi farið fram sérstakt umhverfismat fyrir álver Alcoa, segist halda að Alcoa muni doka við með áframhaldandi framkvæmdir á meðan réttarstaðan sé svona óljós. Hann undrast ummæli umhverfisráðherra um að hægt sé að halda áfram eins og ekkert hafi í skorist. Hann segist ekki vita hvar umhverfisráðherra sé staddur með skoðun mála og segist undrandi á því hvað frá honum komi, að það sé formsatriði og hægt sé að halda áfram framkvæmdum eins og ekkert hafi í skorist. Þetta segi ekki aðili með heila hugsun sem hafi fengið í höfuðið afgreiðslu, sem annar ráðherra hafi reyndar unnið árið 2002. Hann telji að umhverfisráðuneytið þurfi að vanda sig ef það ætli að rétta af kúrsinn og bæta sína stöðu því það sé mikið áhyggjuefni hvernig þar sé gengið fram. Rannveig Guðmundsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, ráðleggur þeim sem að málinu koma að staldra við með áframhaldandi framkvæmdir. Málið snúist ekki um hvort álver eigi að rísa heldur snúist það um fagleg vinnubrögð og umhverfisrétt. Hún telur það alvarlegt umhugsunarefni hvað ríkisstjórnin hafi fengið á sig marga dóma í málum sem hafi verið umdeild og þess vegna ratað í gegnum dómskerfið. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Fleiri fréttir Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Sjá meira
Lögmaður Umhverfisstofnunar segir starfsleyfi Alcoa fyrir álveri í Reyðarfirði ekki verða afturkallað þrátt fyrir dóm Hæstaréttar um að álverið þurfi að fara í umhverfismat. Hjörleifur Guttormsson telur að stöðva þurfi framkvæmdirnar í Reyðarfirði á meðan umhverfisáhrif verði metin. Starfseyfi Alcoa var gefið út eftir að ákvörðun Skipulagsstofnunar lá fyrir í mars 2003 um að álverið þyrfti ekki að fara í umhverfismat. Sigurður Örn Guðleifsson, lögmaður hjá Umhverfisstofnun, segir dóm Hæstaréttar hafa gefið ástæðu til þess að athuga hvort að afturkalla ætti stafsleyfi Alcoa, en ákveðið hafi verið að gera það ekki, meðal annars vegna þess að þeir leyfið hafa, hafi réttmætar væntingar um að halda því. Sigurður bendir enn fremur á að Alcoa hafi sent erindi til Skipulagsstofnunar á sínum tíma til þess að kanna það hvort þörf væri á öðru mati. Niðurstaða Skipulagstofnunar hafi verið sú að hið nýja álver þyrfti ekki að fara í mat og þá ákvörðun hafi umhverfisráðherra staðfest. Mistökin hafi legið þar en ekki hjá Alcoa. Þessi sjónarmið og mörg önnur vegist á og þurfi að skoða þegar tekin sé ákvörðun um það hvort Umhverfisstofnun eigi að afturkalla leyfið að eigin frumkvæði. Niðurstaða hennar sé sú að gera það ekki. Sigurður segir að ef umhverfismat kalli á breyttar forsendur geti verið að gefa þurfi út nýtt starfsleyfi en segir að í framhaldi af hagsmunamati nú þyki ekki rétt að afturkalla leyfið. Hjörleifur Guttormsson, sem kærði að ekki hafi farið fram sérstakt umhverfismat fyrir álver Alcoa, segist halda að Alcoa muni doka við með áframhaldandi framkvæmdir á meðan réttarstaðan sé svona óljós. Hann undrast ummæli umhverfisráðherra um að hægt sé að halda áfram eins og ekkert hafi í skorist. Hann segist ekki vita hvar umhverfisráðherra sé staddur með skoðun mála og segist undrandi á því hvað frá honum komi, að það sé formsatriði og hægt sé að halda áfram framkvæmdum eins og ekkert hafi í skorist. Þetta segi ekki aðili með heila hugsun sem hafi fengið í höfuðið afgreiðslu, sem annar ráðherra hafi reyndar unnið árið 2002. Hann telji að umhverfisráðuneytið þurfi að vanda sig ef það ætli að rétta af kúrsinn og bæta sína stöðu því það sé mikið áhyggjuefni hvernig þar sé gengið fram. Rannveig Guðmundsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, ráðleggur þeim sem að málinu koma að staldra við með áframhaldandi framkvæmdir. Málið snúist ekki um hvort álver eigi að rísa heldur snúist það um fagleg vinnubrögð og umhverfisrétt. Hún telur það alvarlegt umhugsunarefni hvað ríkisstjórnin hafi fengið á sig marga dóma í málum sem hafi verið umdeild og þess vegna ratað í gegnum dómskerfið.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Fleiri fréttir Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Sjá meira