Fjallar ekki frekar um bankasölu 8. júní 2005 00:01 Löngum fundi fjárlaganefndar með ríkisendurskoðanda og framkvæmdanefnd um einkavæðingu lauk í gær með samþykkt meirihlutans um að nefndin fjallaði ekki frekar um málið. "Við mótmæltum þessu," segir Lúðvík Bergvinsson þingmaður Samfylkingarinnar og talsmaður minnihlutans í málinu. "Það kom margt fram á fundinum sem kallaði á frekari útskýringar. Þess vegna óskuðum við eftir því að halda þessari umræðu áfram og klára hana í næstu viku. Á það var ekki fallist. Samt eigum við eftir að fara yfir upplýsingar og vinna úr þeim. Í rauninni er okkur þingmönnunum bent á að spyrja viðkomandi ráðherra sjálfa, en þingið kemur ekki saman fyrr en fyrsta október," segir Lúðvík. Magnús Stefánsson þingmaður Framsóknarflokksins og formaður fjárlaganefndar segir að það hafi verið mat meirihluta fjárlaganefndar að búið væri að fá upplýsingar og svör sem varpi skýru ljósi á málið. "Ég hafði boðið ákveðna leið til þess að ljúka málinu með sátt í nefndinni í næstu viku. Því miður náði það ekki fram að ganga," segir Magnús. Stjórnarandstæðingar í fjárlaganefnd stöldruðu sérstakega við bréf sem Framkvæmdanefnd um einkavæðingu barst 2. september 2002 áður en Búnaðarbankinn var seldur. Þar er staðhæft að félagið Hesteyri hf. hafi þá verið að fullu og öllu í eigu Kaupfélags Skagfirðinga. Hálfum mánuði fyrr, 16. ágúst 2002, var Hesteyri að hálfu í eigu Kaupfélags Skagfirðinga og að hálfu í eigu Skinneyjar Þinganess, fyrirtækis í eigu fjölskyldu Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra. Á þessum tíma var Halldór Ásgrímsson varaformaður ráðherranefndarinnar um einkavæðinguna. "Það þarf að kanna sérstaklega hvort þau tengsl kunni að gera það að verkum að Halldór Ásgrímsson hafi verið vanhæfur til þess að fjalla um málið. Við vöktum sérstaka athygli á því að það væri óþægilegt að ljúka málinu með þetta upp í loft og reyndum því að fá frekari fundi," sagði Lúðvík Bergvinsson. Magnús Stefánsson formaður fjárlaganefndar segir að þetta bréf hafi verið rætt við einkavæðingarnefndina. "Um er að ræða eitt bréf sem nefndinni mun hafa borist frá einum aðila. Þeir munu senda okkur gögn í framhaldinu og það verður upplýst," segir Magnús. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Fleiri fréttir Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Sjá meira
Löngum fundi fjárlaganefndar með ríkisendurskoðanda og framkvæmdanefnd um einkavæðingu lauk í gær með samþykkt meirihlutans um að nefndin fjallaði ekki frekar um málið. "Við mótmæltum þessu," segir Lúðvík Bergvinsson þingmaður Samfylkingarinnar og talsmaður minnihlutans í málinu. "Það kom margt fram á fundinum sem kallaði á frekari útskýringar. Þess vegna óskuðum við eftir því að halda þessari umræðu áfram og klára hana í næstu viku. Á það var ekki fallist. Samt eigum við eftir að fara yfir upplýsingar og vinna úr þeim. Í rauninni er okkur þingmönnunum bent á að spyrja viðkomandi ráðherra sjálfa, en þingið kemur ekki saman fyrr en fyrsta október," segir Lúðvík. Magnús Stefánsson þingmaður Framsóknarflokksins og formaður fjárlaganefndar segir að það hafi verið mat meirihluta fjárlaganefndar að búið væri að fá upplýsingar og svör sem varpi skýru ljósi á málið. "Ég hafði boðið ákveðna leið til þess að ljúka málinu með sátt í nefndinni í næstu viku. Því miður náði það ekki fram að ganga," segir Magnús. Stjórnarandstæðingar í fjárlaganefnd stöldruðu sérstakega við bréf sem Framkvæmdanefnd um einkavæðingu barst 2. september 2002 áður en Búnaðarbankinn var seldur. Þar er staðhæft að félagið Hesteyri hf. hafi þá verið að fullu og öllu í eigu Kaupfélags Skagfirðinga. Hálfum mánuði fyrr, 16. ágúst 2002, var Hesteyri að hálfu í eigu Kaupfélags Skagfirðinga og að hálfu í eigu Skinneyjar Þinganess, fyrirtækis í eigu fjölskyldu Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra. Á þessum tíma var Halldór Ásgrímsson varaformaður ráðherranefndarinnar um einkavæðinguna. "Það þarf að kanna sérstaklega hvort þau tengsl kunni að gera það að verkum að Halldór Ásgrímsson hafi verið vanhæfur til þess að fjalla um málið. Við vöktum sérstaka athygli á því að það væri óþægilegt að ljúka málinu með þetta upp í loft og reyndum því að fá frekari fundi," sagði Lúðvík Bergvinsson. Magnús Stefánsson formaður fjárlaganefndar segir að þetta bréf hafi verið rætt við einkavæðingarnefndina. "Um er að ræða eitt bréf sem nefndinni mun hafa borist frá einum aðila. Þeir munu senda okkur gögn í framhaldinu og það verður upplýst," segir Magnús.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Fleiri fréttir Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Sjá meira