Innlent

Ákvörðunin hafði ekki tekið gildi

Samkeppnisstofnun hefur komist að þeirri niðurstöðu að ekki beri að rannsaka kvartanir Landssíma Íslands á hendur 365 - ljósvakamiðlum þar sem ákvörðunin sem kvörtunin nær til hefur ekki tekið gildi. Síminn hafði krafist íhlutunar stofnunarinnar til að fá afhent sjónvarps- og útvarpsmerki 365 - ljósvakamiðla eins og kveðið er á um í ákvörðun stofnunarinnar frá því 23. mars síðastliðinn um skilyrði fyrir samruna Og Vodafone og 365 ljósvaka- og prentmiðla. Þar sem ákvörðunin tekur hins vegar ekki gildi fyrr en 23. júní næstkomandi þótti blasa við að ekki væri ástæða til að aðhafast frekar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×