Samstarf í vísindum og tækni 30. maí 2005 00:01 Forseti Indlands átti fund með forseta Íslands að Bessastöðum í dag og lögðu báðir forsetar mikla áherslu á samstarfsmöguleika landanna tveggja á sviði vísinda og tækni. Dr. Avul Pakir Jainulabdeen Abdul Kalam var kjörinn forseti Indlands fyrir tæpum þremur árum. Hann er sjötíu og þriggja ára flugvélaverkfræðingur og afar virtur vísindamaður í heimalandinu. Forsetahjónin íslensku tóku á móti honum að Bessastöðum í morgun og börn úr Víðistaða- og Öldutúnsskóla veifuðu fánum beggja landa. Forsetinn tók sér góðan tíma í að heilsa upp á börnin en hélt að því loknu til hálfrar klukkustundar fundar með Ólafi Ragnari Grímssyni. Þar ræddu þeir einkum möguleika landanna á samstarfi í lyfjaþróun og -framleiðslu, orkuvinnslu og um viðvörunarkerfi vegna aðsteðjandi jarðskjálfta. Forsetinn hefur miklar væntingar um framtíð þjóðar sinnar og er markmið hans að Indland komist í hóp þróaðra ríkja eftir fimmtán ár. Fréttamaður innti hann eftir þeirri tilvitnun, sem að sögn er hans eftirlætistilvitnun, að Indverjar eigi að hugsa eins og milljarðaþjóð, ekki milljónaþjóð, og spurði hvaða ráð hann hefði til að breyta þeim hugsunarhætti. Forsetinn svaraði því til að Indverjar séu einn milljarður og 540 milljónir af þeim, eða 54% þjóðarinnar, séu innan við 25 ára. Í landinu byggi því mikill æskuþróttur og hann telur að ef honum takist að koma því á framfæri að sá þróttur sé mjög mikilvægur geti Indverjar hugsað stórt. „Ef við hugsum stórt verður þjóðin mikil,“ sagði dr Kalam. Og forsetinn sagðist hafa lesið í Íslendingasögunum í gær og þar hafi hann séð könnuði. „Hugsið stórt, þá fylgir þjóðin á eftir,“ sagði hann. Dagskrá heimsóknarinnar ber áhugamálum forsetans vitni. Hann fór meðal annars eftir hádegið og lagði hornstein að nýrri byggingu lyfjafyrirtækisins Actavis en síðan fundaði hann með jarðvísindamönnum og stúdentum við Háskóla Íslands. Fréttir Innlent Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent Fleiri fréttir Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Sjá meira
Forseti Indlands átti fund með forseta Íslands að Bessastöðum í dag og lögðu báðir forsetar mikla áherslu á samstarfsmöguleika landanna tveggja á sviði vísinda og tækni. Dr. Avul Pakir Jainulabdeen Abdul Kalam var kjörinn forseti Indlands fyrir tæpum þremur árum. Hann er sjötíu og þriggja ára flugvélaverkfræðingur og afar virtur vísindamaður í heimalandinu. Forsetahjónin íslensku tóku á móti honum að Bessastöðum í morgun og börn úr Víðistaða- og Öldutúnsskóla veifuðu fánum beggja landa. Forsetinn tók sér góðan tíma í að heilsa upp á börnin en hélt að því loknu til hálfrar klukkustundar fundar með Ólafi Ragnari Grímssyni. Þar ræddu þeir einkum möguleika landanna á samstarfi í lyfjaþróun og -framleiðslu, orkuvinnslu og um viðvörunarkerfi vegna aðsteðjandi jarðskjálfta. Forsetinn hefur miklar væntingar um framtíð þjóðar sinnar og er markmið hans að Indland komist í hóp þróaðra ríkja eftir fimmtán ár. Fréttamaður innti hann eftir þeirri tilvitnun, sem að sögn er hans eftirlætistilvitnun, að Indverjar eigi að hugsa eins og milljarðaþjóð, ekki milljónaþjóð, og spurði hvaða ráð hann hefði til að breyta þeim hugsunarhætti. Forsetinn svaraði því til að Indverjar séu einn milljarður og 540 milljónir af þeim, eða 54% þjóðarinnar, séu innan við 25 ára. Í landinu byggi því mikill æskuþróttur og hann telur að ef honum takist að koma því á framfæri að sá þróttur sé mjög mikilvægur geti Indverjar hugsað stórt. „Ef við hugsum stórt verður þjóðin mikil,“ sagði dr Kalam. Og forsetinn sagðist hafa lesið í Íslendingasögunum í gær og þar hafi hann séð könnuði. „Hugsið stórt, þá fylgir þjóðin á eftir,“ sagði hann. Dagskrá heimsóknarinnar ber áhugamálum forsetans vitni. Hann fór meðal annars eftir hádegið og lagði hornstein að nýrri byggingu lyfjafyrirtækisins Actavis en síðan fundaði hann með jarðvísindamönnum og stúdentum við Háskóla Íslands.
Fréttir Innlent Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent Fleiri fréttir Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Sjá meira