Innlent

Með stærstu verkefnum í uppstoppun

Tunglfiskurinn sem flæktist í höfnina í Þorlákshöfn á haustdögum verður til sýnis í ráðhúsi Ölfuss í Þorlákshöfn á sjómannadaginn, 5. júní næstkomandi. Á síðustu mánuðum hafa uppstoppararnir, Steinar Kristjánsson og Ove Lundström, stoppað fiskinn upp en þetta mun vera eitt stærsta verkefni í uppstoppun sem unnið hefur verið hér á landi þar sem tunglfiskurinn er um tveggja metra langur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×