Innlent

Kviknaði í mjólkurfernu á eldavél

Eldurinn sem kom upp í húsi við Mánagötu á fjórða tímanum í dag kviknaði vegna mjólkurfernu sem var á eldavél. Kona með ungabarn var á heimilinu og komust þau bæði út, heil á húfi. Töluverður eldur var í eldhúsinu en greiðlega gekk að slökkva eldinn. Miklar reykskemmdir urðu á íbúðinni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×