Samvinna við Indverja í vísindum 30. maí 2005 00:01 Opinber heimsókn forseta Indlands, dr. Abdul Kalam, hófst í morgun þegar forsetahjónin, Ólafur Ragnar Grímsson og Doritt Moussaief, tóku á móti honum á Bessastöðum. Forsetinn lagði áherslu á samvinnu landanna á vísindasviði. Indlandsforseti renndi í hlað á Bessastöðum í blíðskaparveðri upp úr klukkan tíu í morgun. Forsethjónin íslensku og ráðherrar ríkisstjórnarinnar tóku á móti honum, sem og hópar skólabarna úr Víðistaðaskóla og Öldutúnsskóla sem veifuðu fánum beggja landa. Forsetarnir áttu um hálfrar klukkustundar langan fund og ræddu að því loknu við blaðamenn. Kalam er 73 ára gamall, flugvélaverkfræðingur að mennt, og er nokkurs konar faðir bæði geim- og eldflaugaáætlana Indlands. Hann kemur þó ekki úr menntamannafjölskyldu heldur braust til mennta og var sá fyrsti í fjölskyldunni til að útskrifast úr háskóla. Það má merkja á máli hans; hann leggur mikla áherslu á menntun og mikilvægi hennar fyrir framtíðarþróun indversks samfélags. Bæði Kalam og Ólafur Ragnar lögðu áherslu á möguleika landanna til samvinnu á vísindasviðinu. Var þar einkum nefnd lyfjaframleiðsla og viðvörunarkerfi við náttúruvá eins og jarðskjálftum. Forsetinn ætlar enda að hitta háskólamenn síðar í dag til að ræða þróun slíkra kerfa. Hann mun sömuleiðis leggja hornstein að nýrri byggingu Actavis í Hafnarfirði. Heimsókn Indlandsforseta lýkur á morgun. Fréttir Innlent Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent „Það er hetja á Múlaborg. Hetja sem sagði frá“ Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg. Hetja sem sagði frá“ Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð Sjá meira
Opinber heimsókn forseta Indlands, dr. Abdul Kalam, hófst í morgun þegar forsetahjónin, Ólafur Ragnar Grímsson og Doritt Moussaief, tóku á móti honum á Bessastöðum. Forsetinn lagði áherslu á samvinnu landanna á vísindasviði. Indlandsforseti renndi í hlað á Bessastöðum í blíðskaparveðri upp úr klukkan tíu í morgun. Forsethjónin íslensku og ráðherrar ríkisstjórnarinnar tóku á móti honum, sem og hópar skólabarna úr Víðistaðaskóla og Öldutúnsskóla sem veifuðu fánum beggja landa. Forsetarnir áttu um hálfrar klukkustundar langan fund og ræddu að því loknu við blaðamenn. Kalam er 73 ára gamall, flugvélaverkfræðingur að mennt, og er nokkurs konar faðir bæði geim- og eldflaugaáætlana Indlands. Hann kemur þó ekki úr menntamannafjölskyldu heldur braust til mennta og var sá fyrsti í fjölskyldunni til að útskrifast úr háskóla. Það má merkja á máli hans; hann leggur mikla áherslu á menntun og mikilvægi hennar fyrir framtíðarþróun indversks samfélags. Bæði Kalam og Ólafur Ragnar lögðu áherslu á möguleika landanna til samvinnu á vísindasviðinu. Var þar einkum nefnd lyfjaframleiðsla og viðvörunarkerfi við náttúruvá eins og jarðskjálftum. Forsetinn ætlar enda að hitta háskólamenn síðar í dag til að ræða þróun slíkra kerfa. Hann mun sömuleiðis leggja hornstein að nýrri byggingu Actavis í Hafnarfirði. Heimsókn Indlandsforseta lýkur á morgun.
Fréttir Innlent Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent „Það er hetja á Múlaborg. Hetja sem sagði frá“ Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg. Hetja sem sagði frá“ Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð Sjá meira