Erlent

Kanna tengsl Viagra og blindu

Lyfjaframleiðslurisinn Pfizer greindi frá því í dag að hann ætti í viðræðum við bandaríska matvæla- og lyfjaeftirlitið um að fyrirtækið breyti texta á umbúðum stinningarlyfsins Viagra vegna frétta af því að menn hefðu blindast eftir að hafa notað það. Eftirlitið hefur fengið 38 tilkynningar um einhvers konar blindu frá notendum stinningarlyfsins og rannsakar málið. Þykir lyfjafyrirtækinu vissara að breyta texta umbúðanna, jafnvel þótt ekki hafi verið sannað að tengsl séu á milli notkunar Viagra og blindu. Þá hafa borist samtals fimm tilkynningar um blindu vegna notkunar tveggja annarra stinningarlyfja, Cialis og Levitra. Viagra kom á markað árið 1998 og hefur verið mjög vinsælt en Pfizer hafði 107 milljarða upp úr sölu þess á síðasta ári.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×