Detroit 1 - Indiana 0 10. maí 2005 00:01 Í fyrsta skiptið á þessu ári, gátu Detroit Pistons og Indiana Pacers einbeitt sér að því að leika körfuknattleik þegar þau mættust í The Palace í Detroit. Heimamenn lögðu grunninn að góðum 96-81 sigri með góðri rispu í öðrum leikhluta og hafa náð forystu í einvíginu. "Það var gott að sjá liðin geta loks einbeitt sér að því að leika körfubolta. Þetta ár hefur verið hálf skrítið og fyrstu tveir leikirnir varðaðir slagsmálum og sprengjuhótunum. Bæði lið virðast hafa reynt að gleyma erfiðleikunum í ár og það er gott fyrir okkur og deildina alla," sagði Ben Wallace hjá Detroit. Jafnræði var með liðunum í fyrsta leikhluta í gærkvöldi, en í öðrum leikhluta fóru heimamenn í gang og náðu öruggu forskoti, sem þeir héldu út leiktímann. "Við höfum engar afsakanir, þeir komu inn í leikinn í kvöld til að minna rækilega á sig og þeir gerðu það," sagði Stephen Jackson hjá Indiana, sem vildi ekki kannast við að þreyta sæti í liði Indiana, þó það hefði verið nýbúið að leggja Boston Celtics að velli í fyrstu umferðinni. "Ben Wallace var okkur erfiður í kvöld, bæði í vörn og sókn," sagði Rick Carlisle, þjálfari Indiana, sem áður þjálfaði Wallace hjá Detroit, en bannaði honum þá að blanda sér of mikið í sóknarleikinn. Reggie Miller átti í stökustu vandræðum með að dekka andstæðing sinn Rip Hamilton, sem hljóp eins og óður maður út um allan völl eins og hans er von og vísa. Hamilton hefur einmitt mjög líkan stíl og Miller hefur getið sér gott orð fyrir, en hann er mikið yngri og gamli maðurinn gat lítið beitt sér í sóknarleiknum eftir að hafa elt Hamilton allt kvöldið. Atkvæðamestir hjá Indiana:Jermaine O´Neal 22 stig (7 frák), Stephen Jackson 15 stig (7 stig), Jamaal Tinsley 13 stig, Jeff Foster 7 stig (13 frák), Eddie Gill 7 stig, Reggie Miller 6 stig.Atkvæðamestir hjá Detroit:Rip Hamilton 28 stig, Ben Wallace 21 stig (15 frák, 4 stolnir), Rasheed Wallace 11 stig (7 frák), Chauncey Billups 11 stig (7 stoðs), Tayshaun Prince 8 stig, Lindsay Hunter 8 stig. NBA Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Yamal tekur óhræddur við tíunni Fótbolti Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dani og Kínverji leiða á Opna breska Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Erlangen staðfestir komu Andra Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Gæti fengið átta milljarða króna Yamal tekur óhræddur við tíunni Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Dagskráin í dag: Golf og snóker og snóker og golf Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Bradley Beal til Clippers Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Þúsund hjólareiðakappar þeysa um hálendið um helgina Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Sjá meira
Í fyrsta skiptið á þessu ári, gátu Detroit Pistons og Indiana Pacers einbeitt sér að því að leika körfuknattleik þegar þau mættust í The Palace í Detroit. Heimamenn lögðu grunninn að góðum 96-81 sigri með góðri rispu í öðrum leikhluta og hafa náð forystu í einvíginu. "Það var gott að sjá liðin geta loks einbeitt sér að því að leika körfubolta. Þetta ár hefur verið hálf skrítið og fyrstu tveir leikirnir varðaðir slagsmálum og sprengjuhótunum. Bæði lið virðast hafa reynt að gleyma erfiðleikunum í ár og það er gott fyrir okkur og deildina alla," sagði Ben Wallace hjá Detroit. Jafnræði var með liðunum í fyrsta leikhluta í gærkvöldi, en í öðrum leikhluta fóru heimamenn í gang og náðu öruggu forskoti, sem þeir héldu út leiktímann. "Við höfum engar afsakanir, þeir komu inn í leikinn í kvöld til að minna rækilega á sig og þeir gerðu það," sagði Stephen Jackson hjá Indiana, sem vildi ekki kannast við að þreyta sæti í liði Indiana, þó það hefði verið nýbúið að leggja Boston Celtics að velli í fyrstu umferðinni. "Ben Wallace var okkur erfiður í kvöld, bæði í vörn og sókn," sagði Rick Carlisle, þjálfari Indiana, sem áður þjálfaði Wallace hjá Detroit, en bannaði honum þá að blanda sér of mikið í sóknarleikinn. Reggie Miller átti í stökustu vandræðum með að dekka andstæðing sinn Rip Hamilton, sem hljóp eins og óður maður út um allan völl eins og hans er von og vísa. Hamilton hefur einmitt mjög líkan stíl og Miller hefur getið sér gott orð fyrir, en hann er mikið yngri og gamli maðurinn gat lítið beitt sér í sóknarleiknum eftir að hafa elt Hamilton allt kvöldið. Atkvæðamestir hjá Indiana:Jermaine O´Neal 22 stig (7 frák), Stephen Jackson 15 stig (7 stig), Jamaal Tinsley 13 stig, Jeff Foster 7 stig (13 frák), Eddie Gill 7 stig, Reggie Miller 6 stig.Atkvæðamestir hjá Detroit:Rip Hamilton 28 stig, Ben Wallace 21 stig (15 frák, 4 stolnir), Rasheed Wallace 11 stig (7 frák), Chauncey Billups 11 stig (7 stoðs), Tayshaun Prince 8 stig, Lindsay Hunter 8 stig.
NBA Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Yamal tekur óhræddur við tíunni Fótbolti Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dani og Kínverji leiða á Opna breska Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Erlangen staðfestir komu Andra Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Gæti fengið átta milljarða króna Yamal tekur óhræddur við tíunni Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Dagskráin í dag: Golf og snóker og snóker og golf Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Bradley Beal til Clippers Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Þúsund hjólareiðakappar þeysa um hálendið um helgina Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Sjá meira