Frumvarpi um RÚV frestað 9. maí 2005 00:01 Stjórnarfrumvarp um Ríkisútvarpið verður saltað, sem og vatnalög, með samkomulagi sem stjórn og stjórnarandstaða á Alþingi náðu í dag um lok þingstarfa. Þegar stjórnarliðið hélt til þingflokksfunda í hádeginu lá í loftinu að þar yrði rætt um að gefa eftir gagnvart stjórnarandstöðunni. Við blasti að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra yrði að þola það að frumvarpi hennar um Ríkisútvarpið sf. yrði fórnað. Frumvarp Valgerðar Sverrrisdóttur um ný vatnalög var einnig ofarlega á skotlista stjórnarandstöðu og fór svo að þeim var báðum slátrað með samkomulagi sem náðist á þessum fundi sem forseti Alþingis, Halldór Blöndal, hélt með formönnum þingflokka um miðjan dag.Langur listi þingmála lá fyrir en þarna var innsiglað hver skyldu ná í gegn og hver ekki. Samið var um að umræðu um samkeppnislögin lyki fyrir kvöldmat og að samgönguáætlun yrði rædd í kvöld en þau mál eru bæði á grænu ljósi. Margrét Frímannsdóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, segir að samfylkingarfólk hafi lagt áherslu á það að fresta samkeppnislögum en að stjórnin hafi þau mál sem forgangsmál. Þá hafi Samfylkingin einnig viljað fresta lögum um Ríkisútvarpið og hún vilji að mál stofnunarinnar verði rædd með fjölmiðlalögum í haust. Helst vilji flokkurinn að þverpólitísk nefnd starfi í sumar og endurvinni frumvarpið um RÚV með tilliti til skýrslu fjölmiðlanefndar. Margrét segir enn fremur að vatnalögin snúist um einkavæðingu á vatnsauðlindum og þingmenn Samfylkingarinnar séu mjög ánægðir með að þessi illa unnu frumvörp skuli liggja. Aðspurður hvor stjórnarliðinu hefði ekki verið í lófa lagið að keyra öll málin í gegn með þolinmæði, jafnvel þótt það tæki nokkra daga í viðbót, segir Halldór Blöndal, forseti Alþingis, að auðvitað sé hægt að halda áfram þinghaldi til vors en það hafi oft gerst að stjórnarflokkarirnir hafi tekið tillit til helstu óska stjórnarandstöðu þegar svona standi á. Aðspurður hvort stjórnarliðum sé ekki sárt að missa Ríkisútvarpsfrumvarpið spyr Halldór af hverju þeim ætti að vera það. Margrét segir að Samfylkingarþingmenn hafi verið búnir að búa sig undir þá umræðu og að hún hefði orðið mjög löng vægast sagt. Þetta þýðir að nú er hægt að setja færibandið í gang og það á fulla ferð enda veitir ekki af. Þar sem morgundagurinn er lagður undir fyrirspurnir og eldhúsdagsumræður verður það verkefni miðvikudagsins að afgreiða frá Alþingi yfir 40 lagafrumvörp áður en þingmenn komast heim í sumarleyfi. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Fleiri fréttir Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Sjá meira
Stjórnarfrumvarp um Ríkisútvarpið verður saltað, sem og vatnalög, með samkomulagi sem stjórn og stjórnarandstaða á Alþingi náðu í dag um lok þingstarfa. Þegar stjórnarliðið hélt til þingflokksfunda í hádeginu lá í loftinu að þar yrði rætt um að gefa eftir gagnvart stjórnarandstöðunni. Við blasti að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra yrði að þola það að frumvarpi hennar um Ríkisútvarpið sf. yrði fórnað. Frumvarp Valgerðar Sverrrisdóttur um ný vatnalög var einnig ofarlega á skotlista stjórnarandstöðu og fór svo að þeim var báðum slátrað með samkomulagi sem náðist á þessum fundi sem forseti Alþingis, Halldór Blöndal, hélt með formönnum þingflokka um miðjan dag.Langur listi þingmála lá fyrir en þarna var innsiglað hver skyldu ná í gegn og hver ekki. Samið var um að umræðu um samkeppnislögin lyki fyrir kvöldmat og að samgönguáætlun yrði rædd í kvöld en þau mál eru bæði á grænu ljósi. Margrét Frímannsdóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, segir að samfylkingarfólk hafi lagt áherslu á það að fresta samkeppnislögum en að stjórnin hafi þau mál sem forgangsmál. Þá hafi Samfylkingin einnig viljað fresta lögum um Ríkisútvarpið og hún vilji að mál stofnunarinnar verði rædd með fjölmiðlalögum í haust. Helst vilji flokkurinn að þverpólitísk nefnd starfi í sumar og endurvinni frumvarpið um RÚV með tilliti til skýrslu fjölmiðlanefndar. Margrét segir enn fremur að vatnalögin snúist um einkavæðingu á vatnsauðlindum og þingmenn Samfylkingarinnar séu mjög ánægðir með að þessi illa unnu frumvörp skuli liggja. Aðspurður hvor stjórnarliðinu hefði ekki verið í lófa lagið að keyra öll málin í gegn með þolinmæði, jafnvel þótt það tæki nokkra daga í viðbót, segir Halldór Blöndal, forseti Alþingis, að auðvitað sé hægt að halda áfram þinghaldi til vors en það hafi oft gerst að stjórnarflokkarirnir hafi tekið tillit til helstu óska stjórnarandstöðu þegar svona standi á. Aðspurður hvort stjórnarliðum sé ekki sárt að missa Ríkisútvarpsfrumvarpið spyr Halldór af hverju þeim ætti að vera það. Margrét segir að Samfylkingarþingmenn hafi verið búnir að búa sig undir þá umræðu og að hún hefði orðið mjög löng vægast sagt. Þetta þýðir að nú er hægt að setja færibandið í gang og það á fulla ferð enda veitir ekki af. Þar sem morgundagurinn er lagður undir fyrirspurnir og eldhúsdagsumræður verður það verkefni miðvikudagsins að afgreiða frá Alþingi yfir 40 lagafrumvörp áður en þingmenn komast heim í sumarleyfi.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Fleiri fréttir Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Sjá meira