Sport

Raikonnen vann á Spáni

Finnski ökuþórinn Kimi Raikonnen vann nokkuð auðveldan sigur í spænska kappakstrinum í Formúlu eitt um helgina og lyfti sér með sigrinum í þriðja sætið í keppni ökumanna. Spánverjanum Fernando Alonso tókst þar með ekki að vinna sinn fjórða sigur í röð fyrir framan landa sína. Alonso lenti í öðru sæti í keppninni í gær og þeir Jarno Trulli og Ralf Schumacher höfnuðu í þriðja og fjórða sæti. Michael Schumacher ók vel í gær, en þurfti að hætta keppni vegna bilunar og var þetta í fyrsta skipti síðan hann hóf að aka með Ferrari sem hann nær ekki að sigra í fimm keppnum í röð. "Ég þakka sigurinn fyrst og fremst allri þeirri vinnu sem allir hjá liðinu hafa lagt á sig upp á síðkastið," sagði Raikonnen eftir sigurinn. "Ég er sáttur við sjálfan mig og allt liðið og vona að áframhald verði á velgengninni," sagði Finninn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×