Erlent

Sex létust í fjölskylduharmleik

Örvinglaður eiginmaður myrti fimm úr fjölskyldu sinni og svipti sig svo lífi í Rheinfelden í Suðvestur-Þýskalandi í gær. Frá þessu greindi lögregla þar í bæ í dag. Svo virðist sem yfirvofandi skilnaður mannsins og konu hans hafi leitt til þess að hann réðst inn á sitt gamla heimili og skaut bæði foreldra sína, tvö börn og loks eiginkonu áður en hann skaut sjálfan sig. Hann hringdi þó í lögreglu áður en hann gerði það og kom hún að honum nær dauða en lífi, en hann lést svo á sjúkrahúsi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×