Vilja ekki styttingu hjá Blönduósi 30. apríl 2005 00:01 Austur-Húnvetningar hafa synjað Vegagerðinni um að stytta hringveginn um fimmtán kílómetra fram hjá Blönduósi. Ástæðan er sú að þeir telja farsælast fyrir héraðið að vegfarendur aki áfram um Blönduós. Umhverfisráðherra mun hins vegar eiga lokaorðið. Það hefur reyndar oft verið bent á þennan möguleika í Austur-Húnavatnssýslu enda er þetta einn hagkvæmastu kosturinn sem völ er á til styttingar hringvegarins. Í stað þess að leiðin lægi um Blönduós yrði lagður nýr vegur nokkurn veginn frá Giljá og þvert inn í miðjan Langadal með nýrri brú á Blöndu. Með aðeins sautján kílómetra löngum nýjum vegi mætti þannig stytta hringveginn um fimmtán og hálfan kílómetra og þar með myndi leiðin milli Reykjavíkur og Akureyrar styttast úr 389 kílómetrum niður í 374 kílómetra. Vegagerðin hefur nú stigið fyrsta skrefið en með formlegri athugasemd sem send var samvinnunefnd um svæðisskipulag Austur-Húnavatnssýslu í febrúar var þess óskað að nýtt vegarstæði hringvegarins yrði sett inn á skipulag. Nýju leiðinni er lýst þannig að hún liggi frá Syðri-Brekku sunnan Giljár, yfir Giljá á móts við Beinakeldu og þaðan norðan Reykjabrautar og sunnan Orrastaða. Laxá yrði brúuð sunnan Hafratjarnar og Blanda við bæinn Fagranes. Svar hefur nú borist frá Austur-Húnvetningum, undirritað er af Valgarði Hilmarssyni fyrir hönd samvinnunefndar, þar sem nefndin segist ekki sjá sér fært að verða við óskum Vegagerðarinnar um að gera ráð fyrir færslu hringvegarins. Í svarbréfinu segir að það sé samdóma álit heimamanna að lega hringvegar sé á allan hátt farsælust fyrir héraðið um Blönduós. Blönduós sé aðalþjónustukjarni og miðstöð héraðsins. En Austur-Húnvetningar segja meira í svari sínu. Þeir benda Vegagerðinni á þann möguleika að færa hringveginn yfir á Þverárfjall og þaðan yfir í Hjaltadal og leggja hann þaðan um jarðgöng yfir í Barkárdal með tengingu til Akureyrar. Á þann hátt megi ná fram afar hagstæðri vegtengingu um allt Norðurland. Andstaða Austur-Húnvetninga gegn því að færa hringveginn fram hjá Blönduósi er skiljanleg í ljósi ótta þeirra við að þjónustuaðilar í bænum missi viðskipti. Þótt þessi vegstytting sé ekki komin á framkvæmdaáætlun líta Vegagerðarmenn engu að síður á þetta sem líklegt framtíðarverkefni. Þar sem Vegagerðin hefur nú gert formlega athugasemd við svæðisskipulagið þurfa bæði Skipulagsstofnun og umhverfisráðherra að taka afstöðu til deilumálsins en umhverfisráðherra á lokaorðið. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Fleiri fréttir Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Sjá meira
Austur-Húnvetningar hafa synjað Vegagerðinni um að stytta hringveginn um fimmtán kílómetra fram hjá Blönduósi. Ástæðan er sú að þeir telja farsælast fyrir héraðið að vegfarendur aki áfram um Blönduós. Umhverfisráðherra mun hins vegar eiga lokaorðið. Það hefur reyndar oft verið bent á þennan möguleika í Austur-Húnavatnssýslu enda er þetta einn hagkvæmastu kosturinn sem völ er á til styttingar hringvegarins. Í stað þess að leiðin lægi um Blönduós yrði lagður nýr vegur nokkurn veginn frá Giljá og þvert inn í miðjan Langadal með nýrri brú á Blöndu. Með aðeins sautján kílómetra löngum nýjum vegi mætti þannig stytta hringveginn um fimmtán og hálfan kílómetra og þar með myndi leiðin milli Reykjavíkur og Akureyrar styttast úr 389 kílómetrum niður í 374 kílómetra. Vegagerðin hefur nú stigið fyrsta skrefið en með formlegri athugasemd sem send var samvinnunefnd um svæðisskipulag Austur-Húnavatnssýslu í febrúar var þess óskað að nýtt vegarstæði hringvegarins yrði sett inn á skipulag. Nýju leiðinni er lýst þannig að hún liggi frá Syðri-Brekku sunnan Giljár, yfir Giljá á móts við Beinakeldu og þaðan norðan Reykjabrautar og sunnan Orrastaða. Laxá yrði brúuð sunnan Hafratjarnar og Blanda við bæinn Fagranes. Svar hefur nú borist frá Austur-Húnvetningum, undirritað er af Valgarði Hilmarssyni fyrir hönd samvinnunefndar, þar sem nefndin segist ekki sjá sér fært að verða við óskum Vegagerðarinnar um að gera ráð fyrir færslu hringvegarins. Í svarbréfinu segir að það sé samdóma álit heimamanna að lega hringvegar sé á allan hátt farsælust fyrir héraðið um Blönduós. Blönduós sé aðalþjónustukjarni og miðstöð héraðsins. En Austur-Húnvetningar segja meira í svari sínu. Þeir benda Vegagerðinni á þann möguleika að færa hringveginn yfir á Þverárfjall og þaðan yfir í Hjaltadal og leggja hann þaðan um jarðgöng yfir í Barkárdal með tengingu til Akureyrar. Á þann hátt megi ná fram afar hagstæðri vegtengingu um allt Norðurland. Andstaða Austur-Húnvetninga gegn því að færa hringveginn fram hjá Blönduósi er skiljanleg í ljósi ótta þeirra við að þjónustuaðilar í bænum missi viðskipti. Þótt þessi vegstytting sé ekki komin á framkvæmdaáætlun líta Vegagerðarmenn engu að síður á þetta sem líklegt framtíðarverkefni. Þar sem Vegagerðin hefur nú gert formlega athugasemd við svæðisskipulagið þurfa bæði Skipulagsstofnun og umhverfisráðherra að taka afstöðu til deilumálsins en umhverfisráðherra á lokaorðið.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Fleiri fréttir Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Sjá meira