Stórhert eftirlit með örorkusvikum 27. apríl 2005 00:01 Tryggingastofnun ríkisins er nú að herða mjög eftirlit sitt, meðal annars með því hvort fólk á örorkubótum fer í kringum þær reglur sem þarf að uppfylla til að fá slíkar bætur greiddar, að sögn Sigurðar Thorlacius tryggingayfirlæknis. Eins og fram kemur í nýrri skýrslu Tryggva Þórs Herbertssonar hefur öryrkjum fjölgað mjög mikið og útgjöld hins opinbera hafi aukist úr 3,8 milljörðum króna í 12,7 milljarða á 13 árum. Á sama tíma hafi bótaþegum fjölgað um 82 prósent. Fréttablaðið hefur staðfestar heimildir fyrir því að fólk á örorkubótum taki að sér að vinna "svart", það er að tekjurnar séu ekki gefnar upp til skatts. Barnapössun í heimahúsum og hreingerningar eru meðal þeirra starfa sem þessir einstaklingar sækja í. Væru tekjurnar gefnar upp til skatts myndi það skerða örorkulífeyrinn. "Það er ekki bara svarta vinnan sem rætt er um að eigi sér stað hjá einstaklingum á örorkubótum," sagði Sigurður. "Það eru margir að segja okkur ósatt. Þar er um að ræða einstaklinga sem eru með börn en þykjast ekki vera í sambúð. Það þýðir að þeir fá miklu hærri bætur hjá okkur. Það hefur aftur í för með sér að þeir fjölmörgu sem eru í sárri neyð og algerlega upp á bæturnar komnir, líða fyrir hina sem eru að ljúga að okkur um sínar aðstæður. Nú verður kannski gripið til þess að lækka barnalífeyrinn og það bitnar illilega á þeim sem fá hann á réttum forsendum." Spurður um hvort sá örorkumatsstaðall sem tekinn var upp 1999 hefði gefist vel hvað varðaði að sía þá úr sem sannarlega þyrftu á örorkubótum að halda sagði Sigurður það ljóst, að hluti af vandamálinu væri krafa vinnumarkaðarins um aukna arðsemi. Þeir sem hefðu skerta færni gæfust ef til vill upp eða væru látnir fara. Íslensk rannsókn hefði leitt í ljós að mjög sterk tölfræðileg tengsl væru á milli atvinnuleysis og nýgengis örorku. Staðallinn ætti að greina á milli atvinnulausra og öryrkja, en geri það hugsanlega ekki eins og til væri ætlast. Til greina kæmi að herða hann eða athuga einnig félagslegar og fjárhagslegar aðstæður umsækjenda um örorku, en það væri heilbrigðisráðherra að ákveða það. Fréttir Innlent Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Erlent Fleiri fréttir Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Sjá meira
Tryggingastofnun ríkisins er nú að herða mjög eftirlit sitt, meðal annars með því hvort fólk á örorkubótum fer í kringum þær reglur sem þarf að uppfylla til að fá slíkar bætur greiddar, að sögn Sigurðar Thorlacius tryggingayfirlæknis. Eins og fram kemur í nýrri skýrslu Tryggva Þórs Herbertssonar hefur öryrkjum fjölgað mjög mikið og útgjöld hins opinbera hafi aukist úr 3,8 milljörðum króna í 12,7 milljarða á 13 árum. Á sama tíma hafi bótaþegum fjölgað um 82 prósent. Fréttablaðið hefur staðfestar heimildir fyrir því að fólk á örorkubótum taki að sér að vinna "svart", það er að tekjurnar séu ekki gefnar upp til skatts. Barnapössun í heimahúsum og hreingerningar eru meðal þeirra starfa sem þessir einstaklingar sækja í. Væru tekjurnar gefnar upp til skatts myndi það skerða örorkulífeyrinn. "Það er ekki bara svarta vinnan sem rætt er um að eigi sér stað hjá einstaklingum á örorkubótum," sagði Sigurður. "Það eru margir að segja okkur ósatt. Þar er um að ræða einstaklinga sem eru með börn en þykjast ekki vera í sambúð. Það þýðir að þeir fá miklu hærri bætur hjá okkur. Það hefur aftur í för með sér að þeir fjölmörgu sem eru í sárri neyð og algerlega upp á bæturnar komnir, líða fyrir hina sem eru að ljúga að okkur um sínar aðstæður. Nú verður kannski gripið til þess að lækka barnalífeyrinn og það bitnar illilega á þeim sem fá hann á réttum forsendum." Spurður um hvort sá örorkumatsstaðall sem tekinn var upp 1999 hefði gefist vel hvað varðaði að sía þá úr sem sannarlega þyrftu á örorkubótum að halda sagði Sigurður það ljóst, að hluti af vandamálinu væri krafa vinnumarkaðarins um aukna arðsemi. Þeir sem hefðu skerta færni gæfust ef til vill upp eða væru látnir fara. Íslensk rannsókn hefði leitt í ljós að mjög sterk tölfræðileg tengsl væru á milli atvinnuleysis og nýgengis örorku. Staðallinn ætti að greina á milli atvinnulausra og öryrkja, en geri það hugsanlega ekki eins og til væri ætlast. Til greina kæmi að herða hann eða athuga einnig félagslegar og fjárhagslegar aðstæður umsækjenda um örorku, en það væri heilbrigðisráðherra að ákveða það.
Fréttir Innlent Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Erlent Fleiri fréttir Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Sjá meira