Innlent

Kvarta yfir skattaumhverfi

Íslensk mannúðarsamtök birtu í dag skýrslu um skattaumhverfi félagasamtaka á Íslandi og í öðrum löndum með sérstöku tilliti til góðgerðarsamtaka. Þar kemur fram að svo virðist sem skattastaða frjálsra félagasamtaka á Íslandi hafi farið versnandi á undanförnum árum og að íslensk góðgerðarfélög búi að mörgu leyti við erfiðara skattaumhverfi en sambærileg félög í Evrópu og Norður-Ameríku. Á Íslandi hafi einstaklingar enga möguleika á að draga gjafir til góðgerðarfélaga frá skatti. Félögin hafa kynnt fjármála- og félagsmálaráðherra skýrsluna og hafa óskað eftir því að stjórnvöld stofni vinnuhóp til þess að meta mögulegar breytingar á skattalögum um frjáls félagasamtök.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×