Innlent

Sauðfé fjölgar á Álftanesi

Sauðfé á Álftanesi hefur fjölgað um ríflega 100 prósent samkvæmt tölum um búfé sveitarfélaga sem heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis hefur gefið út. Samkvæmt þeim tölum eru 39 ær nú á Álftanesi nú en voru 19 á sama tíma í fyrra, en frá þessu er greint á fréttavef Víkurfrétta í Hafnarfirði. Í Garðabæ hefur sauðfé fjölgað lítillega, eða úr 130 í 143 en fækkað lítillega í Hafnarfirði, úr 127 í 103.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×