Boðar viðræður um varnarsamstarf 25. apríl 2005 00:01 Nýjar viðræður um framhald tvíhliða varnarsamnings Bandaríkjanna og Íslands munu hefjast innan skamms. Þetta segir Heather Conley, sem er einn aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna og er stödd hér á landi vegna ráðstefnu bandarískra sendiherra á Norðurlöndum og í Eystrasaltsríkjunum. Conley átti í gær samráðsfundi með fulltrúum íslenskra stjórnvalda. Davíð Oddsson utanríkisráðherra hitti hún þó ekki fyrr en í kvöldverðarboði sem hann hélt bandarísku sendiherrunum í gærkvöld. "Við deilum sannarlega þeirri ósk með íslenskum stjórnvöldum að farið verði í þessar viðræður eins fljótt og unnt er. Það er mjög mikilvægt fyrir báðar ríkisstjórnir að þetta mál verði leyst sem allra fyrst," sagði Conley er Fréttablaðið innti hana eftir stöðu viðræðnanna um varnarsamstarfið. Hún sagði utanríkisráðherraskiptin í kjölfar forsetakosninganna vestra í vetur hafa valdið töfum á því að viðræðurnar við Íslendinga hæfust á ný. Í fyrri lotum þessara viðræðna kom í ljós að utanríkisráðuneytið í Washington hafði aðrar áherslur í því sambandi en varnarmálaráðuneytið. Conley fullyrðir að þegar næst verður sest til samninga við Íslendinga verði stefna Bandaríkjastjórnar óskipt og heilsteypt. Komið hefur fram að í boðaðri allsherjaruppstokkun herstöðvakerfis Bandaríkjahers verði herstöðvum í Vestur-Evrópu fækkað til muna og fjöldi bandarískra hermanna í þeim skorinn niður um allt að 60 prósent frá því sem nú er. Spurð hvort þessi uppstokkun muni með beinum hætti snerta starfsemi varnarstöðvarinnar í Keflavík svarar Conley að það komi í ljós, en tekur skýrt fram að í því ferli verði tekið tillit til tvíhliða samningsskuldbindinga Bandaríkjamanna gagnvart Íslendingum; að því leytinu gildi annað um herstöðina hér en aðrar herstöðvar Bandaríkjahers í Evrópu. Spurð um mál Bobbys Fischers ítrekaði Conley að bandarísk stjórnvöld hörmuðu að Íslendingar skyldu hafa hindrað framgang bandarískrar réttvísi með því að veita honum ríkisborgararétt hérlendis. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Nýjar viðræður um framhald tvíhliða varnarsamnings Bandaríkjanna og Íslands munu hefjast innan skamms. Þetta segir Heather Conley, sem er einn aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna og er stödd hér á landi vegna ráðstefnu bandarískra sendiherra á Norðurlöndum og í Eystrasaltsríkjunum. Conley átti í gær samráðsfundi með fulltrúum íslenskra stjórnvalda. Davíð Oddsson utanríkisráðherra hitti hún þó ekki fyrr en í kvöldverðarboði sem hann hélt bandarísku sendiherrunum í gærkvöld. "Við deilum sannarlega þeirri ósk með íslenskum stjórnvöldum að farið verði í þessar viðræður eins fljótt og unnt er. Það er mjög mikilvægt fyrir báðar ríkisstjórnir að þetta mál verði leyst sem allra fyrst," sagði Conley er Fréttablaðið innti hana eftir stöðu viðræðnanna um varnarsamstarfið. Hún sagði utanríkisráðherraskiptin í kjölfar forsetakosninganna vestra í vetur hafa valdið töfum á því að viðræðurnar við Íslendinga hæfust á ný. Í fyrri lotum þessara viðræðna kom í ljós að utanríkisráðuneytið í Washington hafði aðrar áherslur í því sambandi en varnarmálaráðuneytið. Conley fullyrðir að þegar næst verður sest til samninga við Íslendinga verði stefna Bandaríkjastjórnar óskipt og heilsteypt. Komið hefur fram að í boðaðri allsherjaruppstokkun herstöðvakerfis Bandaríkjahers verði herstöðvum í Vestur-Evrópu fækkað til muna og fjöldi bandarískra hermanna í þeim skorinn niður um allt að 60 prósent frá því sem nú er. Spurð hvort þessi uppstokkun muni með beinum hætti snerta starfsemi varnarstöðvarinnar í Keflavík svarar Conley að það komi í ljós, en tekur skýrt fram að í því ferli verði tekið tillit til tvíhliða samningsskuldbindinga Bandaríkjamanna gagnvart Íslendingum; að því leytinu gildi annað um herstöðina hér en aðrar herstöðvar Bandaríkjahers í Evrópu. Spurð um mál Bobbys Fischers ítrekaði Conley að bandarísk stjórnvöld hörmuðu að Íslendingar skyldu hafa hindrað framgang bandarískrar réttvísi með því að veita honum ríkisborgararétt hérlendis.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira