Innlent

Dómsmálaráðherra á glæparáðstefnu

Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra, ávarpaði á laugardag elleftu ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um baráttu gegn glæpum og opinbert réttarfar, sem lýkur í Bangkok í dag. Í ræðu sinni talaði Björn um mikilvægi þess að einstök ríki finni hinn gullna meðalveg til að tryggja öryggi borgaranna, nauðsyn þess að virkja almenning til samstarfs við þá sem gæta almannaöryggis, að hindra þurfi misnotkun á nýrri tölvutækni í þágu glæpa og að nýta þurfi ný úrræði í réttarkerfinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×