Innlent

Málið fer líklega fyrir dómstóla

"Ekki er ólíklegt að málið fari dómstólaleiðina, það er um slíkar upphæðir að tefla," segir Ómar R. Valdimarsson, talsmaður Impregilo á Íslandi, um nýfallinn úrskurð yfirskattanefndar um ítalska og portúgalska verkamenn fyrirtæksins. "Við höfum bara ekki enn haft tækifæri til að kynna okkur úrskurðinn í fullri lengd, þó svo að lögfræðingar okkar hafi vitanlega lesið hann yfir," sagði Ómar og taldi að fljótlega eftir helgi myndi liggja fyrir hvernig fyrirtækið bregst við úrskurði yfirskattanefndar, en Impregilo kærði til nefndarinnar fyrri úrskurð skattstjóra. Samkvæmt úrskurðinum falla erlendir starfsmenn Impregilo og starfsmenn erlendra starfsmannaleigna undir íslensk skattalög og eiga að skila staðgreiðslu skatta hér á landi. Þetta felur í sér kostnaðarauka fyrir fyrirtækið sem til dæmis hefur greitt portúgölskum starfsmönnum í samræmi við skattalög heimalands þeirra. Þar eru skattar lægri og launin lægri í hlutfalli við þá.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×