Innlent

Ekki staðið við stóru orðin

Fjölga þarf opinberum störfum í Eyjafirði um 330 ef þau eiga að vera hlutfallslega jafn mörg og á höfuðborgarsvæðinu. Halldór Ragnar Gíslason, verkefnisstjóri hjá Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar, segir að þrátt fyrir fögur fyrirheit hafi stjórnvöld ekki staðið við að flytja opinber störf og verkefni til Akureyrar. "Frá því í fyrra hefur opinberum störfum í Eyjafirði fækkað um níu og við sjáum ekkert sem bendir til að þeim sé að fjölga í bráð. Hagstofu Íslands mætti auðveldlega flytja í heild sinni til Akureyrar en þar er nú 121 starfsmaður," segir Halldór Atvinnuþróunarfélagið hefur gefið út samanburðarskýrslu um fjölda ríkisstarfa á höfuðborgarsvæðinu og í Eyjafirði og þar kemur fram að 90 prósent ríkisstarfa sem tengjast sjávarútvegi eru á höfuðborgarsvæðinu en aðeins 4,6 prósent í Eyjafirði. "Það eru ótrúlega fá opinber störf í Eyjafirði sem tengjast sjávarútvegi og annarri matvælavinnslu en þar eiga þau vel heima. Einnig væri hægt að flytja hingað stofnanir eins og Iðntæknistofnun og Orkustofnun," segir Halldór.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×